Fara í innihald

Beijing Daxing-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Beijing Daxing alþjóðaflugvellinum séðum úr lofti.
Beijing Daxing alþjóðaflugvöllurinn séður úr lofti.
Mynd úr farþegamiðstöð Beijing Daxing alþjóðaflugvellinum.
Frá farþegamiðstöð Beijing Daxing alþjóðaflugvöllurinn.
Mynd af tengingum í farþegamiðstöð Beijing Daxing flugvallarins
Tengingar farþegamiðstöðva Beijing Daxing flugvallarins.
Mynd af einni snarlestarstöð Beijing Daxing flugvallarins.
Frá snarlestarstöð Beijing Daxing flugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Beijing Daxing (IATA: PKX, ICAO: ZBAD) (kínverska: 北京大兴国际机场; rómönskun: Běijīng Dàxīng Guójì Jīchǎng) er önnur meginflughöfn Beijing, borghéraðs og höfðborgar Alþýðulýðveldisins Kína. Hann þjónar ásamt Beijing Capital alþjóðaflugvellinum, höfuðborginni bæði fyrir innanlands- og millilandaflug. Hann hóf starfsemi haustið 2019.

Flugvöllurinn er staðsettur á norðurbakka Yongding ár í Daxing hverfi Beijing borgar, sem gefur honum nafn. Hann er um 53 kílómetra suður af miðborginni Beijing, við landamerki Beijing og Langfang borgar í Hebei héraði. Hann er í um 67 kílómetra fjarlægð frá Beijing Capital flugvellinum.

Flughöfnin er hönnuð sem stjarna með fimm arma þar sem farþegamiðstöðin er kjarnasvæði. Byggingin er gríðarstór, eða meira en ein milljón fermetra og er hún stærsta flughöfn heims í einni byggingu. Flugvöllurinn sem hefur í fjórar flugbrautir nær yfir 47 ferkílómetra landssvæði. Í framtíðinni verða flugbrautir sjö, 6 til borgaraflugs og ein fyrir herflug.

Flugvöllurinn er í eigu og rekinn af félaginu Beijing Capital International Airport Company Limited, sem er ríkisrekið fyrirtæki.

Vegna takmarkaðrar afkastagetu Beijing Capital alþjóðaflugvallarins var lagt til árið 2008 að byggja nýja flugvöll. Gamli flugvöllurinn yrði kominn að mörkum getu í farþegafjölda árið 2012.

Í upphafi var lagt til að byggja flugvöll með allt að 9 flugbrautum sem kæmi í stað fyrir Beijing Capital-flugvöllinn sem aðalflugvöllur höfuðborgarinnar. Hann átti að geta tekið við 120 til 200 milljónum farþega á ári og geta verið fjölfarnasta flugvöllur veraldar. Að endingu var ákveðið að hinn nýi flugvöllur yrði viðbóta við Beijing Capital-flugvöllinn.

Samþykki fyrir byggingu flugvallarins fékkst árið 2014. Byggja átti flugvöll í suðurhluta Daxing-hverfisins í Beijing. Hann skyldi hafa 7 flugbrautir, 6 til borgaralegra nota og eina til herflugs. Að auki skyldi leggja 37 kílómetra snarlest til Vestur lestarstöðinni í Beijing borg.

Framkvæmdir við flugvöllinn stóðu frá 2014 — 2019 og var hann opnaður um haustið 2019, rétt fyrir 70 ára afmæli Kínverska alþýðulýðveldisins. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 72 milljónum farþega, og tveimur milljónum tonna farms og pósts.

Samgöngur við flugvöllinn

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er tengdur borginni með ýmsum samgöngutækjum og var byggð sérstök flutninga miðstöð undir flughöfninni í þessu skyni. Tvær snarlestir tengja flughöfnina við miðborg Beijing. Þá eru háhraðalestir tengdar vellinum. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að byggja fleiri lestartengingar.

Flugfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er aðalmiðstöð og safnvöllur fyrir China Southern Airlines, China Eastern Airlines, China United Airlines, Capital Airlines, Hebei Airlines og Xiamen Airlines. Flugvöllurinn þjónar sem flugstöð fyrir þau flugfélög sem eru í SkyTeam og nokkur flugfélög úr Oneworld. Flugfélög í Star Alliance sem og Hainan Airlines, munu dvelja áfram á Beijing Capital höfuðborgarvellinum

Alls starfa á hinum nýja flugvelli 27 farþegaflugfélög og eitt farmflugfélag.

Flugleiðir

[breyta | breyta frumkóða]

Margir áfangastaðir flugvallarins eru innan Kína, þar sem hann þjónar flestum stærri borgum landsins. Alþjóðlegir áfangastaðir ná til flestra heimsálfa: Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Afríku, Suður Ameríku og Norður Ameríku.