Fara í innihald

Bauja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Makindalegt sæljón flatmagar á bauju númer 14 í höfninni í San Diego.
MDS Veður bauja / Gögn bauja / Haffræðilegur bauja

Bauja er dufl eða flotholt sem er oftast notað til merkinga á sjó. Algengustu baujurnar eru með ljósi á, sem er vanalega fest þannig að hún fljóti á ákveðnum stað á sjónum og geti gefið sæfarendum merki um t.d. blindsker, grynningar eða siglingaleiðir. Margar aðrar tegundir eru til líka, t.d. baujur með veifum eða fánamerkjum, lífbaujur sem kastað er til fólks sem hefur dottið fyrir borð til að hjálpa því að halda sér á floti, samskiptabaujur sem kafbátar nota stundum eða mælingabaujur til að mæla t.d. veðurskilyrði eða hafskilyrði. Þá eru til baujur sem geta numið sónar-bylgjur og þannig t.d. fylgst með kafbátum. Stundum nota kafarar baujur til að sýna hvar þeir eru staddir, og þær eru líka notaðar við veiðar til að sýna t.d. hvar humargildra liggur. Einnig eru til festarbaujur, sem halda köplum eða keðjum tiltækum fyrir skip undan landi.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]