Kafbátur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
USS Virginia er kjarnorkukafbátur.

Kafbátur er bátur sem er byggður þannig að hann getur farið í kaf og siglt í kafi í lengri tíma. Kafbátar eru notaðir af öllum helstu flotum heims og við rannsóknir neðansjávar. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta dvalið lengi neðansjávar. Ómannaðir rannsóknarkafbátar geta kafað á meira dýpi en mannaðir. Sumar tegundir kafbáta geta verið í kafi í allt að hálft ár í einu. Sjónpípan, sem hægt er að skjóta upp þegar kafbátur marar í kafi, og er til að sjá upp fyrir yfirborð sjávar (til óvina) er nefnd hringsjá (eða kringsjá).

Gavia er ómannaður smákafbátur til neðansjávarrannsókna hannaður af Hafmynd ehf.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.