Fara í innihald

Basilíka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Basil)
Basilika
Basilika
Basilika
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómaættbálkur (Lamiales)
Ætt: Varablómaætt (Lamiaceae)
Ættkvísl: Ocimum
Tegund:
O. basilicum

Tvínefni
Ocimum basilicum
Carolus Linnaeus

Basilíka eða basil (fræðiheiti: Ocimum basilicum) er einær jurt af varablómaætt. Basilíka er mikið notuð í matargerð, ýmist fersk eða þurrkuð. Uppruni hennar er í Íran og Indlandi þar sem hún hefur verið ræktuð í meira en 5000 ár. Í dag er hún mest ræktuð í Egyptaland og Bandaríkjunum.

Í matargerð

[breyta | breyta frumkóða]

Í matargerð er basílíka bæði notuð þurrkuð og fersk. Mest er hún þó notuð fersk því bragðist breytist mjög við þurrkunina og verður dauft og að margra mati graskennt. Fersk geymist hún í frysti í allt að viku en hægt er að geyma hana ferska til lengri tíma í frysti eða olíu og heldur hún þá bragði sínu vel. Mikilvægt er að setja basilíkuna í við lok eldunar því hún tapar fljótt bragðinu við suðu.

Basílíka er notuð í mat víða um heim. Frægust er notkun hennar í miðjarhafsmatargerð þá sérstaklega ítalskri og suður franskri. Hún er þekktust fyrir að vera ein af uppistöðuþáttunum í ítölsku kryddblöndunni pestó en og hana má einnig finna í hinum ýmsu pastasósum því hún fer einkar vel með tómötum. Einnig passar hún vel við hvítlauk og má t.d. finna þá blöndu í frönsku kryddblöndunni pistou.[1]

Hún er einnig notuð í Kína og Taiwan í hinar ýmsu súpur auk þess sem vinsælt er að bragðbæta ís með henni.

Í menningu

[breyta | breyta frumkóða]

Basilíka á mikinn þátt í menningu ýmissa landa, hvort sem hún er notuð til matar eður ei. Í upprunalandi sínu, Indlandi, er basílíka talin vera helg jurt. Þar er sagt að sérhver Hindúi skuli leggjast til hinnar hinstu hvílu með basilíkublað á brjóstinu sem er aðgöngumiði hans að himnaríki [2]. Í Indlandi hefur hún líka verið höfð í réttarsölum og menn látnir sverja sannleikseið fyrir framan jurtina [3].

Í Grikklandi á orðið basilíka uppruna sinn. Það kemur af gríska orðinu βασιλευς (basileus) sem þýðir konungleg (planta) og gegnum söguna hafa Grikkir borið mikla virðingu fyrir plöntunni. Sagan segir að basilíka hafi vaxið kringum gröf Jesú þar sem hann reis upp aftur. Þess vegna er basilíka nú notuð þegar vatn er blessað við grískar réttrúnaðarkirkjur og oft eru lifandi basilíkuplöntur hafðar kringum altarið [3]. Í Grikklandi til forna var basilíka tákn haturs. Þjóðsaga segir að basílíka yxi aðeins ef henni væri sáð meðan sá sem sáði henni æpti og öskraði og að lokum mátti einungis höfðinginn tína plöntuna [2].

Á Ítalíu er basilíka hins vegar jurt ástarinnar. Þar settu menn basilíkugrein í hárið til að sýna ást sýna og til að öðlast gæfu ástarmálum. Í Róm til forna þá var basilía nefnd í höfuðið á dreka að nafni Basilíkus og eina leiðin að verjast árása hans var að borða basilíku daglega. Bæði í Rúmeníu og Mexíkó er basílíka einnig tákn ástar. Á fyrrnefnda staðnum gengu menn með basilíkublað í vasanum til að stefnumót yrði gæfurík. Í Rúmeníu gengu menn hins vegar enn lengra og gáfu menn unnustu sinnu basilíku þegar þeir vildu trúlofast henni [3].

  1. „BasilGuide.com Cooking With Basil“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2009. Sótt 4. janúar 2010.
  2. 2,0 2,1 FoodReference.com - Basil Food Facts and Trivia
  3. 3,0 3,1 3,2 History of Basil[óvirkur tengill]