Barnaby ræður gátuna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki þáttanna.

Barnaby ræður gátuna (enska: Midsomer Murders) eru sakamálaþættir í fullri lengd (90-100 mínútur) sem hafa verið sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV frá árinu 1997. Þeir byggja á bókaröð Caroline Graham um Barnaby lögregluforingja sem Anthony Horowitz skrifaði fyrstu handritin upp úr. Núverandi aðalsöguhetja er John Barnaby, leikinn af Neil Dudgeon, en fyrstu þrettán þáttaraðirnar var aðalpersónan Tom Barnaby, leikinn af John Nettles.

Allir þættirnir ganga út á morðmál sem koma upp í fallegum og friðsælum þorpum skálduðu sýslunnar Midsomer. Innblásturinn að sögusviðinu er að hluta frá Somerset-sýslu í Suðvestur-Englandi, sérstaklega bænum Midsomer Norton. Aðeins tveir þættir gerast annars staðar: í Brighton (75) og Kaupmannahöfn (100). Mikilvægur hluti af sögunum er andstæðan milli hins friðsæla sögusviðs og hryllilegu morðanna sem þar eiga sér stað. Svartur húmor einkennir þættina.

Í apríl 2021 höfðu 128 þættir verið sýndir í samtals 22 þáttaröðum.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.