Svartur húmor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
„Óminnisparís“ á þaki í Barselóna á Spáni.

Svartur húmor, svört kímni eða grátt gaman er tegund kímni þar sem umfjöllunarefnið er viðkvæmt, sorglegt eða bannhelgt. Gálgahúmor er tegund af svörtum húmor þar sem gert er grín að dauðanum, stríði, sjúkdómum og glæpum. Svartur húmor gengur út á að tala af léttúð um hluti sem vekja ótta, viðbjóð og hrylling eða þykja siðlausir. Grínið byggist á ósamræminu milli umfjöllunarefnisins og umfjöllunarmátans. Svartur húmor getur falið í sér forlagahyggju og kaldhæðni.

Franski súrrealistinn André Breton notaði hugtakið í umfjöllun um verk Jonathan Swift 1935. Hann gaf síðan út safnritið Anthologie de l'humour noir árið 1940 sem innihélt verk 45 höfunda, þar á meðal Edgar Allan Poe, Lewis Carroll, Arthur Rimbaud, Franz Kafka og Marcel Duchamp.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.