Krónan (verslun)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Krónan er verslunarkeðja lágvöruverðsverslana á Íslandi. Krónan hefur verið starfrækt síðan árið 2000, og er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Festi.

Alls eru 26 verslanir frá Krónunni á Íslandi[1], en auk þess af eru 2 smærri krónuverslanir reknar undir merkjum Kr.-.[2] Krónan selur einnig dagvöru í gegnum netverslun sína, Snjallverslun.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu verslanir Krónunnar voru opnaðar þann 8. desember árið 2000, en voru þær til húsa í Skeifunni 5, í JL-húsinu við Hringbraut., við Hvaleyrarbraut 3 í Hafnarfirði og við Eyrarveg á Selfossi. Verslanirnar voru í eigu Kaupáss, sem rak einnig verslanir Nóatúns, KÁ og 11-11.[3]

Snjallverslun[breyta | breyta frumkóða]

Krónan hóf sumarið 2020 sölu á dagvöru í gegnum netverslun sína, Snjallverslun. Þar geta viðskiptavinir valið vörur, greitt er fyrir þær og valið um að sækja í verslun eða að fá heimsendingu.[4]

Verslanir[breyta | breyta frumkóða]

Krónan rekur alls 25 verslanir um allt land auk Snjallverslunnar og tveggja sem eru reknar undir undirmerkinu Kr.-.[5]

Krónuverslanir á höfuðborgarsvæðinu[breyta | breyta frumkóða]

 • Krónan Austurveri
 • Krónan Árbæ
 • Krónan Bíldshöfða
 • Krónan Borgartúni
 • Krónan Breiðholti
 • Krónan Flatahrauni
 • Krónan Garðabæ
 • Krónan Grafarholti
 • Krónan Granda
 • Krónan Hallveigarstíg
 • Krónan Hamraborg
 • Krónan Hvaleyrarbraut
 • Krónan Lindum
 • Krónan Mosfellsbæ
 • Krónan Norðlingaholt (Framkvæmdir ekki hafnar)
 • Krónan Norðurhella
 • Krónan Nóatún
 • Krónan Selfossi
 • Krónan Skeifunni 11D
 • Krónan Skeifunni 19 (Opnar mitt ár 2022, leysir af verslun í Skeifunni 11D)
 • Krónan Vallakór
 • Krónan Snjallverslun

Krónuverslanir á landsbyggðinni[breyta | breyta frumkóða]

 • Krónan Akureyri (Opnar haustið 2022)
 • Krónan Akranes
 • Krónan Hvolsvelli
 • Krónan Reyðarfirði
 • Krónan Reykjanesbæ
 • Krónan Selfossi
 • Krónan Vestmannaeyjum
 • Kr.- Vík
 • Kr.- Þorlákshöfn

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Krónan opnar nýja verslun í Hafnarfirði“. www.mbl.is. Sótt 10. október 2020.
 2. Pálsson, Gunnar Páll. „Ný Kr. verlslun opnuð í Vík | DFS.is“. Sótt 10. október 2020.
 3. „Löng röð myndaðist þegar Krónubúðirnar voru opnaðar“. www.mbl.is. Sótt 10. október 2020.
 4. „Snjallverslun er málið eftir Covid-19“. www.frettabladid.is. Sótt 10. október 2020.
 5. „Um Krónuna“. Krónan. Sótt 10. október 2020.