Tónlistarsafn Íslands
Útlit
Tónlistarsafn Íslands var komið á fót með samningi Kópavogsbæjar og menntamálaráðuneytisins og var staðsett að Hábraut 2 í Kópavogi frá árinu 2009 til 2017. Árið 2017 var safnið síðan flutt úr Kópavogi í Þjóðarbókhlöðuna[1].
Tónlistarsafninu er ætlað að vera þjónustu-, fræðslu- og miðlunarsetur fyrir tónlist sem þjónar almenningi, söfnum og stofnunum í landinu með upplýsingum um listgreinina.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Tónlistarsafn Íslands lokar í Kópavogi“. Tónlistarsafn Íslands. Sótt 4. september 2017.