Molinn
Útlit
Molinn er ungmennahús Kópavogs staðsett að Hábraut 2. Molinn opnaði í maí 2008 og er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Í Molanum er að finna listagallerí, lítið kaffihús, tónleika- og ráðstefnuaðstöðu og margt fleira. Molinn er opinn þriðjudaga til föstudaga frá 14:00-23:00. Það er ýmislegt um að vera í Molanum til dæmis fjallgöngur, spilakvöld, bíókvöld og ýmsir aðrir atburðir.