Bæjarútgerð Reykjavíkur
Útlit
Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) var fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Reykjavík. Stofndagur Bæjarútgerðarinnar var þegar fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson kom til landsins þann 17. febrúar 1947. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti nokkrum árum síðan að byggt yrði frystihús og árið 1959 keypti Bæjarútgerðin hús sem byggt var fyrir Fiskiðjuver ríkisins við Grandagarð 8 en Fiskiðjuverið hafði rekið þar frystihús og niðursuðuverksmiðju. Þegar Ísbjörninn og Bæjarútgerð Reykjavíkur sameinuðust í Granda hf. 13. nóvember árið 1985 var frystingu hætt í frystihúsinu að Grandagarði 8 og stóð húsið lengi autt en hefur nú verið gert upp og er þar nú Sjóminjasafnið í Reykjavík.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Sjóminjasafnið í Reykjavík, Saga hússins Geymt 23 nóvember 2015 í Wayback Machine
- Húsakönnun Örfirisey og Grandinn Skýrsla nr. 146, Minjasafn Reykjavíkur, 2009 (höf. Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir) Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Glæsileg koma fyrsta nýsköpunartogarans, Morgunblaðið, 40. tölublað (18.02.1947), Blaðsíða 1