Niðursuða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niðursuða er aðferð til að geyma matvæli þar sem það er sett í dós sem er þá þéttlokað. Dæmigert geymsluþol niðursoðinna matvæla er eitt til fimm ára, en við ákveðnar aðstæður geta þau geymast miklu lengur. Árið 1795 bauð franski herinn upp á verðlaun fyrir að finna upp nýja leið til að geyma mat. Sætindasalinn Nicolas Appert stakk upp á niðursuðu sem lausn. Herinn gerði tilraunir og aðferðin var prófuð árið 1806. Dósin kemur í veg fyrir að gerlar komist inn og spilli matnum.

Nokkrar aðferðir eru notaðar til að hindra rotnun matarins. Sem dæmi má nefna gerilsneyðingu, suðu, kælingu, frystingu, þurrkun og geislun. Dauðhreinsun er eina leiðin til að tryggja að allir gerlar séu dauðir. Til dæmis deyr gerillinn Clostridium botulinum, sem veldur sperðilbakteríueitrun, aðeins við hitastig sem eru yfir suðumarki vatns.

Matvæli sem eru ekki mjög súr þarf að dauðhreinsa við hitastig um það bil 116–130 °C svo að þau séu óhætt. Dæmi um svona matvæli grænmeti, kjöt, sjávarrétti og mjólkurafurðir. Önnur súrari matvæli eins og ávexti og pækla má niðursjóða án þess að dauðhreinsa þá.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.