Nýsköpunartogari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsti Nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarsson siglir inn í höfnina í Reykjavík 16. febrúar 1947.
Hallgerður Fróðadóttir, fyrsti dieseltogari á Íslandi

Nýsköpunartogari er togari sem keyptur var til Íslands eftir seinni heimstyrjöldina að tilstuðlan þeirrar ríkisstjórnar sem þá sat og kölluð var Nýsköpunarstjórnin. Eftir seinni heimstyrjöldina voru skip við Ísland flest orðin gömul og nauðsynlegt að endurnýja fiskiskipaflotann. Ríkisstjórnin ákvað að kaupa nýja togara frá Bretlandi og pantaði 30 skip árið 1945 en síðan bættust við 4 skip sem einstaklingar keyptu. Fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson kom til Íslands 17. febrúar 1947. Nýsköpunartogarar urðu alls 42. Reykjavíkurbær keypti átta nýsköpunartogara. Bæjarútgerðin gerði út fimm þeirra.

Nýsköpunartogarar sem keyptir voru til Reykjavíkur:

  • B.v. Hallveig Fróðadóttir RE 203
  • B.v. Ingólfur Arnarson RE 201
  • B.v. Jón Baldvinsson RE 208
  • B.v. Jón Þorláksson RE 204
  • B.v. Pétur Halldórsson RE 207
  • B.v. Skúli Magnússon RE 202
  • B.v. Þorkell máni RE 205
  • B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]