Axel Oxenstierna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Axel Gustafsson Oxenstierna)
Axel Oxenstierna

Axel Gustafsson Oxenstierna (16. júní 158328. ágúst 1654) greifi af Suðurmæri, var sænskur stjórnmálamaður. Hann varð ráðherra í leyndarráðinu 1609 og var ríkiskanslari Svíþjóðar frá 1612 til dauðadags. Hann var aðalráðgjafi Gústafs Adolfs og Kristínar Svíadrottningar.

Oxenstierna lék mikilvægt hlutverk í Þrjátíu ára stríðinu og var skipaður landstjóri í Prússlandi þegar Svíar lögðu það undir sig. Hann lagði einnig grunninn að sænskri stjórnsýslu og er talinn ein af áhrifamestu persónum sænskrar sögu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.