Fara í innihald

Auguste Comte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Auguste Comte

Auguste Comte (fullt nafn: Isidore Marie Auguste François Xavier Comte; 17. janúar 17985. september 1857) var franskur heimspekingur sem lagði grunn að félagsfræði sem vísindalegri fræðigrein á fyrri hluta 19. aldar. Hann var fyrstur til að beita nútímavísindalegri aðferð í rannsóknum á mannlegu samfélagi. Comte þróaði hugtakið sociologie þegar hann var að reyna að ráða bót á þeim félagslega bresti sem Franska byltingin skyldi eftir sig. Comte reyndi að kynna samloðandi „trú mannkyns“ sem hafði, þrátt fyrir að njóta mjög lítillar velgengni, áhrif í þróun mismunandi veraldlegra húmanistasamtaka á 19. öldinni. Hann bjó einnig til og skilgreindi hugtakið ósérplægni.

Lögin um stigin þrjú

[breyta | breyta frumkóða]

Comte kom fyrst fram með þekkingarfræðilega sýn á pósitívisma í bók sinni í enskri þýðingu „The Course in Positivist Philosophy“, röð texta sem gefnir voru út á árunum 1830 til 1842. Fyrstu þrjú bindin lögðu mesta áherslu á þau raunvísindi sem þegar voru til staðar, til dæmis stærðfræði, stjarnfræði, eðlisfræði, efnafræði og líffræði á meðan seinni tvö bindin lögðu áherslu á óumflýjanlega komu félagsvísindanna. Með því að rannsaka hringlaga áráttu kenninga og rannsókna í vísindum og skilgreina vísindi á þennan hátt getur Comte verið talinn vera fyrsti vísindaheimspekingurinn í nútímalegum skilningi orðsins.

Comte fannst að raunvísindin hlytu að hafa þurft að koma fyrst, áður en mannkynið gat beitt kröftum sínum nógu vel að þeim mest krefjandi og flóknu „drottningarvísindum“ sem mannlega samfélagsins sjálft er. Bók hans, „A General View of Positivism“ í enskri þýðingu, hafði því þann tilgang að skilgreina, í meiri smáatriðum, raunreynslumarkmið félagsfræðilegra aðferða.

Comte leggur fram þróunar-sögumódel sem leggur það til að samfélagið fari undir þrjú þrep í leit sinni að sannleikanum, samkvæmt almennum lögum um þrjú stig. Þetta eru

  1. guðfræðilegt stig,
  2. frumspekilegt stig og
  3. raunhyggjustig.

Það fyrsta var á undan Upplýsingunni, þar sem staða mannsins í samfélaginu og hömlur samfélagsins á manninn var með skírskotun í guð. Maðurinn trúði í blindni sinni á allt það sem honum var kennt af forfeðrum sínum og hann trúði á yfirnáttúrulega krafta. Hugmyndin á bakvið annað stigið átti rætur sínar að rekja til vandamála í frönsku samfélagi eftir byltinguna 1789. Þetta stig innihélt þá skilgreiningu að almenn réttindi væru eitthvað sem vald mannlegs yfirvalds gæti aldrei ógilt. Þetta stig er þekkt sem stig rannsókna því fólk fór að efast um allt þótt engin traust sönnunargögn væru lögð fram. Þetta stig var byrjun þess heims sem efaðist um yfirvald og trú. Á raunhyggju- eða vísindastiginu, sem kom til eftir mistök byltingarinnar og Napóleons, gat fólk fundið lausnir við félagslegum vandamálum og komið þeim í notkun þrátt fyrir yfirlýsingar um mannréttindi, spádóma eða vilja guðs. Vísindin fóru að svara spurningum endanlega. Lög Comtes um þessi þrjú stig var ein fyrsta kenningin í félagslegri þróunarhyggju.