Aronia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aronia
Aronia ber
Aronia ber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Aronia
Medik. 1789, frátekið nafn, ekki J. Mitch. 1769, eða Mitch. 1748
Species
Samheiti
  • Adenorachis (de Candolle) Nieuwland
  • Pyrus Linnaeus sect. Adenorachis de Candolle
  • Sorbus Linnaeus sect. Aronia (Medikus) C. K. Schneider

Aronia er ættkvísl lauffellandi runna, í rósaætt, ættaðir frá austurhluta Norður-Ameríku og finnast oftast í rökum skógum og mýrum.[1][2][3] Í ættkvíslinni eru yfirleitt tvær[4] eða þrjár[3][5] tegundir, og er ein þeirra ílend í Evrópu.[6] Fjórða gerðin sem hefur löngum verið ræktuð sem Aronia[5] er nú talin ættkvíslablendingur, Sorbaronia mitschurinii.

Plönturnar eru ræktaðar til skrauts og til matar (ávextir). Súr berin er hægt að borða beint af runnanum, en eru oftar unnin, til dæmis í sultu.[7]

Greining og flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Blöðin eru stakstæð, aflangt egglaga með mjúktenntum jaðri; að hausti fá blöðin kröftugan rauðan haustlit. Blómin eru smá, með 5 krónublöð, og 5 bikarblöð,og eru í klasa um 10-25 saman.

Aronia hefur verið talin náskyld Photinia, og hefur stundum verið talin til hennar,[8] en grasafræðingurinn Cornelis Kalkman sýndi fram á að hún ætti að vera undir eldra nafninu Aronia.[9] Sameinaðar ættkvíslirnar telja um 65 tegundir.[10] Kalkman lýsti yfir efasemdum 2004, um sameininguna, og nýlegar sameindarannsóknir styðja það.[11][12] Þessar tvær ættkvíslir eru ekki taldar saman lengur, eða nálægt hvorri annarri.

Blóm Ber Fræðiheiti Enskt heiti Lýsing Útbreiðsla
Aronia arbutifolia2475275707.jpg Choke-Berries-IMG 2431 051013 121714.jpg Aronia arbutifolia (Photinia pyrifolia) Red chokeberry verður 2–4m hár, sjaldan að 6 m og 1–2 m breiður. Blöðin eru 5–8 sm breið og þétthærð að neðan. Blómin eru hvít til fölbleik, 1 sm breið, með kirtlum á bikarblöðum. Berin eru rauð, 4–10 mm breið, og haldast fram á vetur. Austur Kanada og til austur og mið Bandaríkjanna, frá austur Texas til Nova Scotia inn til Ontario, Ohio, Kentucky, og Oklahoma
Aronia melanocarpa, Black Chokeberry, Howard County, Md., 2018-05-17-14.20 (42991907975).jpg Aronia melanocarpa 6329.JPG Aronia melanocarpa (Photinia melanocarpa),[1] Black chokeberry er yfirleitt minni, sjaldan yfir 1 m há og 3 m breið, og breiðist auðveldlega út með rótarskotum. Blöðin eru minni, ekki meir en 6-sm breið, slétt neðra borð. Blómin eru hvít, 1.5 sm breið, með sléttum bikarblöðum. Berin eru svört, 6–9 mm breið, og haldast ekki fram á vetur. Austur Kanada og til og mið Bandaríkjanna, frá Nýfundnalandi vestur til Ontario og Minnesota, suður til Arkansas, Alabama, og Georgíu.
Aronia prunifolia.jpg Aronia prunifolia (Photinia floribunda)[2] Purple chokeberry virðist hafa upöphaflega komið fram sem blendingur hinna tveggja en er nú líklega orðin sjálfstæð tegund.[10] Blöðin eru nokkuð hærð að neðan. Fáir eða engir kirtlar á bikarblöðum. Berin eru dökk purpuralit til svört, 7–10 mm breið, haldast ekki fram á vetur. Það eru stofnar af þeim sem virðast haldast við óháð foreldrategundunum; þar á meðal einn ílendur í norður Þýskalandi þar sem hvorug foreldrategundin er til staðar; sem hefur fengið grasafræðinginn Alan Weakley til að líta á hann sem fullgilda tegund en ekki blending.[10] Útbreiðslan er svipuð og hjá logalaufi.[13] Austur Kanada og til austur og mið Bandaríkjanna, frá austur Texas til Nova Scotia vestur til Ontario og Wisconsin, suður til vesturhluta Suður-Karólínu með stökum stofnum tilkynntum í suður Alabama.
Blöð og blóm logalaufs (Aronia melanocarpa)
Aronia prunifolia

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 "Photinia melanocarpa". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  2. 2,0 2,1 "Photinia floribunda". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  3. 3,0 3,1 Reznicek, A. A.; Voss, E. G.; Walters, B. S., eds. (February 2011). "Aronia". Michigan Flora Online. University of Michigan Herbarium.
  4. Mark Brand (2010). „Aronia: Native Shrubs With Untapped Potential“ (PDF). Arnoldia. 67 (3): 14–25.
  5. 5,0 5,1 „USDA GRIN entry for Aronia. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 17. júlí 2019.
  6. "Aronia × prunifolia". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 15 December 2017.
  7. Everhart, Eldon (March 4, 2009). „Aronia - A New Crop for Iowa“. Sótt May 24, 2013.
  8. Robertson, K. R.; Phipps, J. B.; Rohrer, J. R.; Smith, P. G. (1991). „A synopsis of genera in Maloideae (Rosaceae)“. Systematic Botany. 16 (2): 376–394. doi:10.2307/2419287. JSTOR 2419287.
  9. Kalkman, C. (2004). [[[:Snið:Google Books]] „Rosaceae“]. Í Kubitzki, K. (ritstjóri). Flowering Plants. Dicotyledons: Celastrales, Oxalidales, Rosales, Cornales, Ericales. The families and genera of vascular plants. Berlin: Springer. bls. 377. ISBN 978-3-540-06512-8.
  10. 10,0 10,1 10,2 Alan S. Weakley (April 2008). „Flora of the Carolinas, Virginia, and Georgia, and Surrounding Areas“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2018. Sótt 17. júlí 2019.
  11. Potter, D.; Eriksson, T.; Evans, R. C.; Oh, S.; Smedmark, J. E. E.; Morgan, D. R.; Kerr, M.; Robertson, K. R.; Arsenault, M.; Dickinson, T. A.; Campbell, C. S. (2007). „Phylogeny and classification of Rosaceae“. Plant Systematics and Evolution. 266 (1–2): 5–43. doi:10.1007/s00606-007-0539-9. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
  12. Campbell C. S.; R. C. Evans; D. R. Morgan; T. A. Dickinson & M. P. Arsenault (2007). „Phylogeny of subtribe Pyrinae (formerly the Maloideae, Rosaceae): Limited resolution of a complex evolutionary history“. Pl. Syst. Evol. 266 (1–2): 119–145. CiteSeerX 10.1.1.453.8954. doi:10.1007/s00606-007-0545-y.
  13. James W. Hardin (May–Jun 1973). „The Enigmatic Chokeberries (Aronia, Rosaceae)“. Bulletin of the Torrey Botanical Club. 100 (3): 178–184. doi:10.2307/2484630. JSTOR 2484630.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Aronia berries profile Report revised October 2013 by Joe M. Hannan, Iowa State University Extension and Outreach, Commercial Horticulture Field Specialist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist