Aronia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aronia
Aronia ber
Aronia ber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Aronia
Medik. 1789, frátekið nafn, ekki J. Mitch. 1769, eða Mitch. 1748
Species
Samheiti
  • Adenorachis (de Candolle) Nieuwland
  • Pyrus Linnaeus sect. Adenorachis de Candolle
  • Sorbus Linnaeus sect. Aronia (Medikus) C. K. Schneider

Aronia er ættkvísl lauffellandi runna, í rósaætt, ættaðir frá austurhluta Norður-Ameríku og finnast oftast í rökum skógum og mýrum.[1][2][3] Í ættkvíslinni eru yfirleitt tvær[4] eða þrjár[3][5] tegundir, og er ein þeirra ílend í Evrópu.[6] Fjórða gerðin sem hefur löngum verið ræktuð sem Aronia[5] er nú talin ættkvíslablendingur, Sorbaronia mitschurinii.

Plönturnar eru ræktaðar til skrauts og til matar (ávextir). Súr berin er hægt að borða beint af runnanum, en eru oftar unnin, til dæmis í sultu.[7]

Greining og flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Blöðin eru stakstæð, aflangt egglaga með mjúktenntum jaðri; að hausti fá blöðin kröftugan rauðan haustlit. Blómin eru smá, með 5 krónublöð, og 5 bikarblöð,og eru í klasa um 10-25 saman.

Aronia hefur verið talin náskyld Photinia, og hefur stundum verið talin til hennar,[8] en grasafræðingurinn Cornelis Kalkman sýndi fram á að hún ætti að vera undir eldra nafninu Aronia.[9] Sameinaðar ættkvíslirnar telja um 65 tegundir.[10] Kalkman lýsti yfir efasemdum 2004, um sameininguna, og nýlegar sameindarannsóknir styðja það.[11][12] Þessar tvær ættkvíslir eru ekki taldar saman lengur, eða nálægt hvorri annarri.

Blóm Ber Fræðiheiti Enskt heiti Lýsing Útbreiðsla
Aronia arbutifolia (Photinia pyrifolia) Red chokeberry verður 2–4m hár, sjaldan að 6 m og 1–2 m breiður. Blöðin eru 5–8 sm breið og þétthærð að neðan. Blómin eru hvít til fölbleik, 1 sm breið, með kirtlum á bikarblöðum. Berin eru rauð, 4–10 mm breið, og haldast fram á vetur. Austur Kanada og til austur og mið Bandaríkjanna, frá austur Texas til Nova Scotia inn til Ontario, Ohio, Kentucky, og Oklahoma
Aronia melanocarpa (Photinia melanocarpa),[1] Black chokeberry er yfirleitt minni, sjaldan yfir 1 m há og 3 m breið, og breiðist auðveldlega út með rótarskotum. Blöðin eru minni, ekki meir en 6-sm breið, slétt neðra borð. Blómin eru hvít, 1.5 sm breið, með sléttum bikarblöðum. Berin eru svört, 6–9 mm breið, og haldast ekki fram á vetur. Austur Kanada og til og mið Bandaríkjanna, frá Nýfundnalandi vestur til Ontario og Minnesota, suður til Arkansas, Alabama, og Georgíu.
Aronia prunifolia (Photinia floribunda)[2] Purple chokeberry virðist hafa upöphaflega komið fram sem blendingur hinna tveggja en er nú líklega orðin sjálfstæð tegund.[10] Blöðin eru nokkuð hærð að neðan. Fáir eða engir kirtlar á bikarblöðum. Berin eru dökk purpuralit til svört, 7–10 mm breið, haldast ekki fram á vetur. Það eru stofnar af þeim sem virðast haldast við óháð foreldrategundunum; þar á meðal einn ílendur í norður Þýskalandi þar sem hvorug foreldrategundin er til staðar; sem hefur fengið grasafræðinginn Alan Weakley til að líta á hann sem fullgilda tegund en ekki blending.[10] Útbreiðslan er svipuð og hjá logalaufi.[13] Austur Kanada og til austur og mið Bandaríkjanna, frá austur Texas til Nova Scotia vestur til Ontario og Wisconsin, suður til vesturhluta Suður-Karólínu með stökum stofnum tilkynntum í suður Alabama.
Blöð og blóm logalaufs (Aronia melanocarpa)
Aronia prunifolia

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 "Photinia melanocarpa". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  2. 2,0 2,1 "Photinia floribunda". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  3. 3,0 3,1 Reznicek, A. A.; Voss, E. G.; Walters, B. S., eds. (February 2011). "Aronia". Michigan Flora Online. University of Michigan Herbarium.
  4. Mark Brand (2010). „Aronia: Native Shrubs With Untapped Potential“ (PDF). Arnoldia. 67 (3): 14–25. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. nóvember 2012. Sótt 17. júlí 2019.
  5. 5,0 5,1 „USDA GRIN entry for Aronia. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 17. júlí 2019.
  6. "Aronia × prunifolia". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 15 December 2017.
  7. Everhart, Eldon (4. mars 2009). „Aronia - A New Crop for Iowa“. Sótt 24. maí 2013.
  8. Robertson, K. R.; Phipps, J. B.; Rohrer, J. R.; Smith, P. G. (1991). „A synopsis of genera in Maloideae (Rosaceae)“. Systematic Botany. 16 (2): 376–394. doi:10.2307/2419287. JSTOR 2419287.
  9. Kalkman, C. (2004). „Rosaceae“. Í Kubitzki, K. (ritstjóri). Flowering Plants. Dicotyledons: Celastrales, Oxalidales, Rosales, Cornales, Ericales. The families and genera of vascular plants. Berlin: Springer. bls. 377. ISBN 978-3-540-06512-8.
  10. 10,0 10,1 10,2 Alan S. Weakley (apríl 2008). „Flora of the Carolinas, Virginia, and Georgia, and Surrounding Areas“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2018. Sótt 17. júlí 2019.
  11. Potter, D.; Eriksson, T.; Evans, R. C.; Oh, S.; Smedmark, J. E. E.; Morgan, D. R.; Kerr, M.; Robertson, K. R.; Arsenault, M.; Dickinson, T. A.; Campbell, C. S. (2007). „Phylogeny and classification of Rosaceae“. Plant Systematics and Evolution. 266 (1–2): 5–43. doi:10.1007/s00606-007-0539-9. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
  12. Campbell C. S.; R. C. Evans; D. R. Morgan; T. A. Dickinson & M. P. Arsenault (2007). „Phylogeny of subtribe Pyrinae (formerly the Maloideae, Rosaceae): Limited resolution of a complex evolutionary history“. Pl. Syst. Evol. 266 (1–2): 119–145. CiteSeerX 10.1.1.453.8954. doi:10.1007/s00606-007-0545-y.
  13. James W. Hardin (May–Jun 1973). „The Enigmatic Chokeberries (Aronia, Rosaceae)“. Bulletin of the Torrey Botanical Club. 100 (3): 178–184. doi:10.2307/2484630. JSTOR 2484630.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Aronia berries profile Report revised October 2013 by Joe M. Hannan, Iowa State University Extension and Outreach, Commercial Horticulture Field Specialist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist