Arnór Sighvatsson
Útlit
Arnór Sighvatsson (fæddur 2. febrúar 1956) er íslenskur hagfræðingur. Hann er aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabanka Íslands.
Nám og störf
[breyta | breyta frumkóða]Arnór brautskráðist með BA-gráðu í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann hefur MA-próf í hagfræði frá Northern Illinois-háskóla í DeKalb í Illinois í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1990.
Arnór vann á Hagstofu Íslands 1988 til 1989. Hann starfaði við Seðlabanka Íslands sem hagfræðingur, deildarstjóri og staðgengill aðalhagfræðings bankans á árunum 1995 til 2004. Hann var aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs á árunum 2004 til 2005. Hann var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Norðurlandaskrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 1993 til 1995.