Antifa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Antifa eða ANTIFA er bandarísk öfgahreyfing vinstrisinnaðra aðgerðarsinna sem berjast gegn fasisma. Hreyfingin samanstendur af sjálfstæðum hópum aðgerðarsinna sem stefna að því að ná fram markmiðum í stjórnmálum með beinum aðgerðum fremur en gegnum hefðbundnar umbótaleiðir. Aðgerðasinnar nota ýmis konar mótmælaaðferðir svo sem starfrænar aðgerðir, eignaspjöll og líkamlega valdbeitingu og ofsóknir gagnvart þeim sem eru taldir fasistar, rasistar eða öfga-hægrimenn. Félagar sem taka þátt í Antifa eru flestir andstæðingar kapítalisma og hallir undir ýmis konar hugmyndafræði svo sem anarkisma, maxisma, sósíalisma og jafnaðarstefnu.

Antifa eru ekki eiginleg samtök heldur regnhlífarhreyfing án sameiginlegrar forystu sem telur til sín margvíslega hópa og einstaklinga.[1][2][3] Hreyfingin er aðeins lauslega tengd[4] og lýtur engri sameiginlegri forystu né beinu samstæðu skipulagi. Samfélagshópar sem kenna sig við Antifa deila hins vegar með sér „úrræðum og upplýsingum um aðgerðir öfgahægrisinna yfir fylkis- og ríkislandamæri í gegnum lausleg tengslanet og óformleg trausts- og samstöðusambönd“.[5] Aðgerðasinnar hafa gjarnan skipulagt viðburði undir formerkjum Antifa á samfélagsmiðlum og vefsíðum.[6] Sumir aðgerðasinnar hafa þróað sérstök tengslanet eða dulmálsskilaboð eins og á skilaboðaþjónustunni Signal.[7] Chauncey Devega, blaðamaður á fréttasíðunni Salon, lýsti Antifa sem „skipulagsaðferð“ fremur en sem hópi fólks.[8] Antifa-hreyfingin hefur vaxið verulega frá því eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ágúst árið 2017 voru um 200 hópar til sem kenna sig við Antifa.[9]

Antifa hefur verið kennt við ofbeldisfull mótmæli þar sem hægrisinnuðum einstaklingum er boðið að tala[10][11] og þær aðgerðir hafa ollið því að Antifa sé sakað um notkun á fasískum aðferðum til að þagga niður í pólítískum andstæðingum sínum.[12]

29. júní 2019 voru meðlimir Antifa ásakaðir um að ráðast á þekktan blaðamann fyrir að fjalla um Antifa á neikvæðan hátt.[13] [14][15][16][17]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

 • Grein um Antifa á ensku Wikipedia.
Tilvísanir
 1. „Who are the Antifa?“. Anti-Defamation League. 2017. Sótt July 2, 2019.
 2. Illing, Sean (August 25, 2017). 'They have no allegiance to liberal democracy': an expert on antifa explains the group“. Vox. Sótt August 27, 2017.
 3. Bray, Mark August 16, 2017, „Who are the antifa?". The Washington Post. ISSN 0190-8286 Skoðað November 10, 2017.
 4. Cammeron, Brenna August 14, 2017, „Antifa: Left-wing militants on the rise". BBC News. Skoðað November 7, 2017.
 5. Mark Bray, Antifa isn't the problem. Trump's bluster is a distraction from police violence., The Washington Post (1. júní 2020).
 6. Beale, Andrew og Kehrt, Sonner August 4, 2017, „Behind Berkeley's Semester of Hate". The New York Times. Skoðað August 7, 2017.
 7. Mallett, Whitney May 10, 2017, „California Anti-Fascists Want Racists and the Trump Administration to Be Afraid". Vice. Skoðað November 7, 2017.
 8. Devega, Chauncey July 20, 2017, „There's a legacy of people resisting white supremacy in the US. Antifa is not new". Salon. Skoðað November 7, 2017.
 9. Sales, Ben (August 16, 2017). „What you need to know about antifa, the group that fought white supremacists in Charlottesville“. Jewish Telegraph Agency. Sótt August 25, 2017.
 10. Riordan, Kevin. „Kicked out of N.J., right-leaning event on ‘ending racism’ is headed to Philly | Kevin Riordan“. https://www.inquirer.com (enska). Sótt 8. ágúst 2020.
 11. „Jordan Peterson Rallies Portlandia’s Dissidents“. Quillette (enska). 28. júní 2018. Sótt 8. ágúst 2020.
 12. „The Democrat love affair with antifa“. Cape Gazette. Sótt 8. ágúst 2020.
 13. reporterEmailEmailBioBioFollowFollow, Marisa IaticloseMarisa IatiGeneral Assignment. „Two senators want antifa activists to be labeled ‘domestic terrorists.’ Here’s what that means“. Washington Post (enska). Sótt 8. ágúst 2020.
 14. „Proud Boys rally in Portland is latest test for police“. NBC News (enska). Sótt 8. ágúst 2020.
 15. „Andy Ngo Has The Newest New Media Career. It's Made Him A Victim And A Star“. BuzzFeed News (enska). Sótt 8. ágúst 2020.
 16. Andy Campbell (1. júlí 2019). „Far-Right Extremists Wanted Blood In Portland's Streets. Once Again, They Got It“. HuffPost (enska). Sótt 8. ágúst 2020.
 17. Oregonian/OregonLive, The (29. júní 2019). „Portland antifa/right wing protests escalate to civil disturbance“. oregonlive (enska). Sótt 8. ágúst 2020.