Annus horribilis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Annus horribilis er latneskt orðatiltæki sem þýðir „hræðilegt ár“. Það er andstæða annus mirabilis sem þýðir „dásamlegt ár“.

Elísabet 2. Bretadrottning[breyta | breyta frumkóða]

Orðtakið er frægt eftir að Elísabet 2. Bretadrottning notaði það í ræðu í Guildhall í Lundúnum þann 24. nóvember 1992. Hún lýsti árinu sem annus horribilis. Hún sagði:

„1992 is not a year on which I shall look back with undiluted pleasure. In the words of one of my more sympathetic correspondents, it has turned out to be an Annus Horribilis.“
  Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.