Anholt
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4b/The_former_leading_light_at_Anholt.jpg/220px-The_former_leading_light_at_Anholt.jpg)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/ca/Anholt_Island_Denmark.jpg/220px-Anholt_Island_Denmark.jpg)
Anholt er eyja sem liggur milli Danmerkur og Svíþjóðar. Eyjan er í Kattegat og flatarmál hennar er 22,37 km². Hún er 11 km löng og um 6 km breið þar sem hún er breiðust. Árið 2016 bjuggu 145 manns í Anholt allt árið og eru þeir flestir búsettir í þorpinu Anholt By sem liggur inni í landi. Þar er einnig skólinn á eyjunni, um 3 km frá höfninni. Árlega heimsækja um 60.000 ferðamenn eyjuna, flestir að sumarlagi og er ferðaþjónusta aðalatvinnugreinin. Mörg sumarhús (300-400) eru á eyjunni.
Landslag
[breyta | breyta frumkóða]Vesturhluti Anholt einkennist af jökulgörðum. Þorpið er mitt á meðal þeirra, en höfnin, sem byggð var 1902, er á norðvesturodda eyjunnar. Austurhluti eyjunnar er þekktur undir nafninu Ørkenen eða Eyðimörkin. Eyðilandið þar er eitt stærsta af sinni gerð í Norður-Evrópu. Gróðurleysið þar stafar af skógareyðingu, þar voru áður skógar en er nú lyngheiði með fléttum. Reynt er að vernda þetta sérstaka landslag og árin 1995-1996 voru innfluttar fjallafurur fjarlægðar á stóru svæði á suðurhluta eyjunnar.
Á Totten sem er austuroddi eyjunnar er eitt stærsta selalátur við Danmörku. Sá hluti eyjunnar er lokaður ferðamönnum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Fyrirmynd greinarinnar var „Anholt“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. mars 2018.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/d4/Noto_Emoji_KitKat_1f30e.svg/30px-Noto_Emoji_KitKat_1f30e.svg.png)