Andrés postuli
Andrés postuli (gríska: Ἀνδρέας, koptíska: ⲁⲛⲇⲣⲉⲁⲥ Andreas), einnig þekkt sem heilagur Andrés, var kristinn postuli og bróður heilags Péturs.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt kristinni arfsögn fæddist Andrés postuli á 6. öld f.Kr. í Galíleu. Í Nýja testamentinu stendur að Andrés postuli hafi verið bróður Símons Péturs og sonur Jóns. Hann fæddist í þorpinu Bethsaida. Athygli vekur að Andrés hafi heitið grísku nafni en ekki hebresku eins og búast mætti við. Þetta er sagt vera til marks um opið hugarfar meðal fjölskyldu hans. Hann og bróðir hans voru sjómenn.
Í Matteusarguðspjalli og Markúsarguðspjalli er sagt að Símon Pétur og Andrés hafi báðir verið beðnir um að gerast lærisveinar Jesú.
Áhrif
[breyta | breyta frumkóða]Andrés postuli er verndardýrlingur nokkurra landa, þar á meðal Barbados, Rúmeníu, Rússlands og Skotlands. Hann var jafnframt verndardýrlingur Prússlands.
Fáni Skotlands er með svokölluðum Andrésarkrossa (hvítur krossi á bláum bakgrunni).
Haldið er upp á Andrésarmessu í bæði vestrænu kirkjunni og rétttrúnaðarkirkjunni þann 30. nóvember. Það er þar að auki þjóðhátíðardagur Skotlands.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Andrew the Apostole“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. desember 2018.