Anasazi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Anasazi var forn menning frumbyggja Ameríku sem náði frá fernum ríkjamörkum Utah, Arizona, Nýju Mexíkó og Colorado.[1] Talið er að afkomendur Anazasi-fólks hafi að einhverju leyti þróast út frá Oshara-menningunni sem aftur þróaðist frá Picosa-menningunni.

Fólkið bjó í húsnæði sem var meðal annars niðurgrafin hús, stórfjölskylduhús, stór hús að hætti Púeblóna og hellar sem grafnir voru inn í kletta í varnarskyni. Samgöngukerfi Anasazi-manna var flókið. Það náði yfir slétturnar í Colorado og tengdi saman hundruð samfélaga og þéttbýliskjarna. Þeir höfðu þekkingu á stjörnufræði og nýttu hana í byggingarlist. Trúarlega byggingin Kiva, sem var aðallega notuð við helgihald, var mikilvægur hluti samfélagsgerðar þessara forna samfélags.

Í nútímamáli hafa fólkið og fornmenning þess verið kölluð Anazasi, í sögulegum tilgangi. Navajó-indíánarnir, sem voru ekki erfðafræðilega skyldir þeim, kölluðu þá þessu nafni. Eftir því sem sagan hermir merkir nafnið „fornir óvinir“. Púeblónar nú á dögum vilja ekki að þetta heiti sé notað.[2][3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Ancestral Pueblo culture." Encyclopædia Britannica. Sótt 4. Juní 2012.
  2. Cordell, Linda; McBrinn, Maxine (2012). Archaeology of the Southwest (3. útgáfa).
  3. Hewit, "Puebloan Culture", University of Northern Colorado
  Þessi sögugrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.