Amerísk frumbyggjamál
Jump to navigation
Jump to search
![]() | Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
---|
Enn í dag munu um 1000 amerísk frumbyggjamál vera töluð af um 25 milljón manns.
Flokkunarfræðilega er þeim gjarnan að fyrstu skipt upp í 3 landafræðilega flokka; norður, suður og mið.
Norður-amerísk indjánamál eru flokkuð í að minnsta kosti 50 ættir sem aftur eru flokkaðar í 4 meginhópa; eskimó-aleút mál, na-déné mál, algonkísk mál og makró-súan mál.
Til mið-amerískra mála teljast oto-mangve mál, penútísk mál og hokan-mál.
Suður-amerísk indjánamál greinast í um 100 sjálfstæðar ættir sem er hópað saman í 3 meginflokka: makró-tsíbtsönsk mál, ge-pano-karíbsk mál og andes-miðbaugsmál.