Alfreð Gíslason (stjórnmálamaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alfreð Gíslason (fæddur á Reykjavík 12. desember 1905, lést 13. október 1990) var íslenskur læknir og stjórnmálamaður. Hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn, Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið sem og á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Alfreð lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1932 og stundaði næstu árin framhaldsnám á sjúkrahúsum í Danmörku með áherslu á tauga- og geðsjúkdóma. Hann varð starfandi læknir í Reykjavík árið 1936 og sinnti margvíslegum læknisstörfum næstu áratugina, þar á meðal sem geðlæknir á Grund. Hann starfaði talsvert að áfengisvörnum og var í hópi stofnenda Krabbameinsfélagsins og formaður þess um hríð.

Hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn en fylgdi Hannibal Valdimarssyni að málum í pólitík og var formaður Málfundafélags jafnaðarmanna frá stofnun þess 1954 til 1967. Árið 1954 var hann kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjavík og átti þar sæti í þrjú kjörtímabil, til ársins 1966. Hann var sömuleiðis þingmaður Reykvíkinga frá 1956 til 1967.