Alfreð Clausen og Tónalísur - Brúnaljósin brúnu
Útlit
Alfreð Clausen | |
---|---|
EXP-IM 113 | |
Flytjandi | Alfreð Clausen, Tónalísur, hljómsveit Jan Morávek, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1964 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Alfreð Clausen er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1964. Á henni syngur Alfreð Clausen tvö lög með hljómsveit Jan Morávek og Tónalísum og tvö lög með hljómsveit Carl Billich. Tónalísur voru þær Ingibjörg Þorbergs, Svala Nielsen og Sigriður Guðmundsdóttir. Öll lög og textar á pötunni eru eftir Jenna Jónsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Brúnaljósin brúnu - Lag og texti: Jenni Jónsson
- Sólarlag í Reykjavík - Lag og texti: Jenni Jónsson
- Mamma mín - Lag og texti: Jenni Jónsson
- Ömmubæn - Lag og texti: Jenni Jónsson - ⓘ