Alfreð Clausen og Konni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfreð Clausen og Konni
Bakhlið
IM 40
FlytjandiAlfreð Clausen, Konni (Baldur Georgs Takács), kvartett Jan Morávek
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Alfreð Clausen og Konni er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Alfreð Clausen tvö lög með Baldri Georgs Takács í gervi trébrúðunnar Konna. Kvartett Jan Morávek leikur undir. Í honum voru auk Jan, Gunnar Sveinsson, Eyþór Þorláksson og Pétur Urbancic. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Elsku mey, ég dey - Lag - texti: NN - Loftur Guðmundsson
  2. Segðu mér sögu - Lag - texti: NN - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi

Baldur og Konni[breyta | breyta frumkóða]

Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari hóf samstarf við brúðuna Konna árið 1945. Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum.[1] Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.[2]

Alfreð og Konni í Austurbæjarbíói[breyta | breyta frumkóða]

Alfreð Clausen og Konni á miðnæturskemmtun Hljómplötunýjunga í Austubæjarbíó 1954.
Alfreð Clausen og Konni á miðnæturskemmtun Hljómplötunýjunga í Austubæjarbíó 1954.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið, 7. maí 1954, bls. 6. Auglýsing fyrir miðnæturskemmtun Hljómplötunýjunga. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=109360&pageId=1294068&lang=is&q=Clausen
  2. Vefur Þjóðminjasafnins. Leikbrúðan Konni. http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/gripur-manadarins/nr/2792[óvirkur tengill]