Alexander Gerst
Alexander Gerst | |
Alexander Gerst árið 2017. | |
Fæddur | 3. maí 1976 Künzelsau, Baden-Württemberg, Þýskaland |
---|---|
Tími í geimnum | 363 dagar. |
Verkefni | Blue Dot og Horizons |
Alexander Gerst (fæddur 3. maí 1976 í Künzelsau í Þýskalandi) er þýskur jarðeðlisfræðingur, eldfjallafræðingur og geimfari.
Ævi og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Gerst ólst upp í Künzelsau. Hann lauk stúdentsprófinu sínu árið 1995 við tækniskólann í Öhringen. Hann sinnti síðan samfélagsþjónustu hjá þýska Rauða krossinum (DRK)[1] og ferðaðist síðan til ýmissa landa í eitt ár. Hann var mjög hrifinn af eldfjöllum Nýja Sjálands og hóf nám í jarðeðlisfræði og brautskráðist frá þáverandi háskólanum í Karlsruhe (nú Tækniháskólinn í Karlsruhe (KIT)).[2] Auk þess stundaði hann nám í jarðvísindum í Wellington og hlaut þar meistaragráða í raunvísindum árið 2005.[3] Árið 2006 hlaut hann sumarstyrk frá þýsku flug- og geimrannsóknarmiðstöðinni (DLR). Að eigin sögn vakti afi hans áhuga á geimferðum, því að afi hans var fjarskiptaáhugamaður (radíóamatör) og notaði tunglið til að endurvarpa radíóbylgjum.[4] Gerst er nú sjálfur fjarskiptaáhugamaður með bandaríska kallmerkinu KF5ONO.[5]
Í maí 2010 hlaut Alexander Gerst doktorsgráðu frá Háskólanum í Hamborg með rannsókn um gosvirkni eldfjallsins Erebus á Suðurskautslandinu.[6] Gerst hefur einnig komið fram í ýmsum heimildarmyndum um geimferðir, til dæmis myndum sem fjalla um þyngdarhröðun.[7]
Geimfari
[breyta | breyta frumkóða]Val og grunnþjálfun
[breyta | breyta frumkóða]Gerst komst áfram í valferli evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) árið 2008 sem einn af 8.413 umsækjendum. Hann var eini Þjóðverjinn á meðal sex nýrra geimfara sem kynntur var almenningi 20. maí 2009[8][9]. Í byrjun september 2009 hóf hann þjálfun sína í Evrópsku geimfaramiðstöðinni (EAC) í Köln[10] og varð geimfari þann 22. nóvember 2010 að lokinni grunnþjálfun sinni, við opinbera athöfn í EAC.[11]
Fyrsta geimferð
[breyta | breyta frumkóða]Þann 18. september 2011 tilnefndi ESA Gerst í geimflug ásamt rússanum Maxim Surajew og bandaríkjamanninum Reid Wiseman í Alþjóðlegu geimstöðina ISS. Árangursríkt eldflaugaskot af Sojus TMA-13M var 28. maí 2014 klukkan 19:57 UTC í Baikonur í Kasakstan. Gerst var í geimnum sem flugverkfræðingur ISS-leiðangra númer 40 og 41, fram til 10. nóvember 2014.[12] Eftir Thomas Reiter og Hans Schlegel er hann þriðji þýski geimfarinn á alþjóðlegu geimstöðinni og annar í langtíma áhöfn. ESA-leiðangur hans var kallað Blue Dot eftir ljósmyndinni Föli blái punkturinn (enska: Pale Blue Dot), sem sýnir jörðina úr mikilli fjarlægð sem „Fölan bláan punkt“.[13]
Eftir að geimgöngunni hans sem hann átti að vera í ágúst 2014 var frestað[14] fór hún fram 7. október 2014 ásamt Reid Wiseman undir nafninu US-EVA 27 eða ISS-leiðangur 41 - EVA 1. Gangan tók sex klukkustundir og 13 mínútum og var gölluð kælidæla flutt og nýtt kapalkerfi sett fyrir gripararminn.[15]
10. nóvember 2014 lenti hann saman með Surayev og Wiseman klukkan 3:58 UTC í Kasakstan. Hópur lækna frá ESA kannaði hvernig líkaminn hans aðlagaðist þyngdarafl jarðarinnar eftir þyngdarlausa dvöl í geimnum. [16]
Önnur geimferð, leiðangursstjóri ISS
[breyta | breyta frumkóða]Annað langtímaleiðangur Gerst hófst 6. júní 2018 með eldflugaskot geimfarsins Sojus MS-09. Horizons var valið sem nafn ESA-leiðangs Gersts, sem fór fram sem hluti af ISS-leiðangur 56 og 57.[17] 3. október það ár tók hann við starfi leiðangursstjóra ISS í þrjá mánuði, og var hann fyrsti Þjóðverjinn og annar Vestur-Evrópubúinn til að gera sinna því hlutverki[18]. Eftir 196 daga í geimnum lenti Sojus MS-09-áhöfnin, sem samanstóð af Alexander Gerst, rússneska geimfaranum Sergei Prokopjew og NASA-geimfaranum Serena Auñón-Chancellor, heilir í húfi á steppum Kasakstans þann 20. desember 2018.[19]
Með þessu verkefni náði Gerst 362 daga dvöl í geimnum og þar með varð hann sá Þjóðverji og ESA-geimfari sem hafði verið lengst í geimnum (og sló þar met Thomas Reiter).[20][21]
Veftenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Alexander Gerst - Exploration
- planet3.de - The web pages of Alexander Gerst Geymt 16 ágúst 2018 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ DLR. „DLR_next“. www.dlr.de (þýska). Sótt 24. júní 2021.
- ↑ Technologie, Karlsruher Institut fuer (19. maí 2021). „KIT - Das KIT - Medien - Presseinformationen - Archiv Presseinformationen - Von der Karlsruher Geophysik auf die ISS“. www.kit.edu (þýska). Sótt 24. júní 2021.
- ↑ Gerst, Alexander (1. janúar 2003). Temporal Changes in Seismic Anisotropy as a New Eruption Forecasting Tool (Thesis). Open Access Te Herenga Waka-Victoria University of Wellington. doi:10.26686/wgtn.16910776.v1.
- ↑ WELT (4. júní 2019). „Alexander Gerst: Als Kind war meine Stimme auf dem Mond“. DIE WELT. Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „ULS License - Amateur License - KF5ONO - Gerst, Alexander“. wireless2.fcc.gov. Sótt 25. júní 2021.
- ↑ Gerst, Alexander (2010). „The First Second of a Strombolian Volcanic Eruption“ (enska).
- ↑ „Extreme G-Kräfte aushalten I Alexander Gerst“. www.zdf.de (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Biographie von Alexander Gerst“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „ESA rekrutiert neue europäische Astronauten für die bemannte Raumfahrt und Exploration der nächsten Generation“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Europas neue Astronautenklasse meldet sich zur Ausbildung“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Presseeinladung: Neue ESA-Astronauten schließen Grundausbildung ab“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Deutscher ESA-Astronaut Alexander Gerst fliegt 2014 zur Raumstation!“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Announcing Blue Dot mission logo“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Alexanders Aussenbordeinsatz verschoben – Alexander Gerst's Horizons Blog“ (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „Spacewalk 7 October for Alexander and Reid – Alexander Gerst's Horizons Blog“ (bandarísk enska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ Online, FOCUS. „Gerst: Nur die Schwerkraft zieht mich etwas runter“. FOCUS Online (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ „New Horizons for Alexander Gerst“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ Rundfunk, Bayerischer (26. maí 2020). „Astronaut Alexander Gerst : Zwei Aufenthalte im All“. www.br.de (þýska). Sótt 25. júní 2021.
- ↑ Zinser, Jann-Luca (20. desember 2018). „Astronaut Gerst zurück von ISS: Plätzchen im All, Äpfel auf der Erde“. Die Tageszeitung: taz (þýska). ISSN 0931-9085. Sótt 26. júní 2021.
- ↑ mdr.de. „Alexander Gerst stellt neuen deutschen Weltraumrekord auf | MDR.DE“. www.mdr.de (þýska). Sótt 2. júlí 2021.
- ↑ „ZEIT ONLINE | "Könnte ich es mir aussuchen, würde ich zum Mond fliegen"“. www.zeit.de (þýska). Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 2. júlí 2021.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Alexander Gerst“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2021.