Fara í innihald

Alexander Gerst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alexander Gerst
Alexander Gerst árið 2017.
Alexander Gerst árið 2017.
Fæddur 3. maí 1976
Künzelsau, Baden-Württemberg, Þýskaland
Tími í geimnum 363 dagar.
Verkefni Blue Dot og Horizons

Alexander Gerst (fæddur 3. maí 1976 í Künzelsau í Þýskalandi) er þýskur jarðeðlisfræðingur, eldfjallafræðingur og geimfari.

Ævi og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Gerst ólst upp í Künzelsau. Hann lauk stúdentsprófinu sínu árið 1995 við tækniskólann í Öhringen. Hann sinnti síðan samfélagsþjónustu hjá þýska Rauða krossinum (DRK)[1] og ferðaðist síðan til ýmissa landa í eitt ár. Hann var mjög hrifinn af eldfjöllum Nýja Sjálands og hóf nám í jarðeðlisfræði og brautskráðist frá þáverandi háskólanum í Karlsruhe (nú Tækniháskólinn í Karlsruhe (KIT)).[2] Auk þess stundaði hann nám í jarðvísindum í Wellington og hlaut þar meistaragráða í raunvísindum árið 2005.[3] Árið 2006 hlaut hann sumarstyrk frá þýsku flug- og geimrannsóknarmiðstöðinni (DLR). Að eigin sögn vakti afi hans áhuga á geimferðum, því að afi hans var fjarskiptaáhugamaður (radíóamatör) og notaði tunglið til að endurvarpa radíóbylgjum.[4] Gerst er nú sjálfur fjarskiptaáhugamaður með bandaríska kallmerkinu KF5ONO.[5]

Í maí 2010 hlaut Alexander Gerst doktorsgráðu frá Háskólanum í Hamborg með rannsókn um gosvirkni eldfjallsins Erebus á Suðurskautslandinu.[6] Gerst hefur einnig komið fram í ýmsum heimildarmyndum um geimferðir, til dæmis myndum sem fjalla um þyngdarhröðun.[7]

Mynd af Alexander Gerst í bláum galla.
Alexander Gerst, 2015

Val og grunnþjálfun

[breyta | breyta frumkóða]

Gerst komst áfram í valferli evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) árið 2008 sem einn af 8.413 umsækjendum. Hann var eini Þjóðverjinn á meðal sex nýrra geimfara sem kynntur var almenningi 20. maí 2009[8][9]. Í byrjun september 2009 hóf hann þjálfun sína í Evrópsku geimfaramiðstöðinni (EAC) í Köln[10] og varð geimfari þann 22. nóvember 2010 að lokinni grunnþjálfun sinni, við opinbera athöfn í EAC.[11]

Fyrsta geimferð

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 18. september 2011 tilnefndi ESA Gerst í geimflug ásamt rússanum Maxim Surajew og bandaríkjamanninum Reid Wiseman í Alþjóðlegu geimstöðina ISS. Árangursríkt eldflaugaskot af Sojus TMA-13M var 28. maí 2014 klukkan 19:57 UTC í Baikonur í Kasakstan. Gerst var í geimnum sem flugverkfræðingur ISS-leiðangra númer 40 og 41, fram til 10. nóvember 2014.[12] Eftir Thomas Reiter og Hans Schlegel er hann þriðji þýski geimfarinn á alþjóðlegu geimstöðinni og annar í langtíma áhöfn. ESA-leiðangur hans var kallað Blue Dot eftir ljósmyndinni Föli blái punkturinn (enska: Pale Blue Dot), sem sýnir jörðina úr mikilli fjarlægð sem „Fölan bláan punkt“.[13]

Mynd af Alexander Gerst að í geimbúningi við hliðinn á ISS og jörðin er í bakgrunn.
Alexander Gerst í fyrstu geimgöngunni sinni

Eftir að geimgöngunni hans sem hann átti að vera í ágúst 2014 var frestað[14] fór hún fram 7. október 2014 ásamt Reid Wiseman undir nafninu US-EVA 27 eða ISS-leiðangur 41 - EVA 1. Gangan tók sex klukkustundir og 13 mínútum og var gölluð kælidæla flutt og nýtt kapalkerfi sett fyrir gripararminn.[15]

10. nóvember 2014 lenti hann saman með Surayev og Wiseman klukkan 3:58 UTC í Kasakstan. Hópur lækna frá ESA kannaði hvernig líkaminn hans aðlagaðist þyngdarafl jarðarinnar eftir þyngdarlausa dvöl í geimnum. [16]

Önnur geimferð, leiðangursstjóri ISS

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Alexander Gerst í geimbúningi
Alexander Gerst eftir lendingu Sojus MS-09 þann 20. desember 2018

Annað langtímaleiðangur Gerst hófst 6. júní 2018 með eldflugaskot geimfarsins Sojus MS-09. Horizons var valið sem nafn ESA-leiðangs Gersts, sem fór fram sem hluti af ISS-leiðangur 56 og 57.[17] 3. október það ár tók hann við starfi leiðangursstjóra ISS í þrjá mánuði, og var hann fyrsti Þjóðverjinn og annar Vestur-Evrópubúinn til að gera sinna því hlutverki[18]. Eftir 196 daga í geimnum lenti Sojus MS-09-áhöfnin, sem samanstóð af Alexander Gerst, rússneska geimfaranum Sergei Prokopjew og NASA-geimfaranum Serena Auñón-Chancellor, heilir í húfi á steppum Kasakstans þann 20. desember 2018.[19]

Með þessu verkefni náði Gerst 362 daga dvöl í geimnum og þar með varð hann sá Þjóðverji og ESA-geimfari sem hafði verið lengst í geimnum (og sló þar met Thomas Reiter).[20][21]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. DLR. „DLR_next“. www.dlr.de (þýska). Sótt 24. júní 2021.
  2. Technologie, Karlsruher Institut fuer (19. maí 2021). „KIT - Das KIT - Medien - Presseinformationen - Archiv Presseinformationen - Von der Karlsruher Geophysik auf die ISS“. www.kit.edu (þýska). Sótt 24. júní 2021.
  3. Gerst, Alexander (1. janúar 2003). Temporal Changes in Seismic Anisotropy as a New Eruption Forecasting Tool (Thesis). Open Access Te Herenga Waka-Victoria University of Wellington. doi:10.26686/wgtn.16910776.v1.
  4. WELT (4. júní 2019). „Alexander Gerst: Als Kind war meine Stimme auf dem Mond“. DIE WELT. Sótt 25. júní 2021.
  5. „ULS License - Amateur License - KF5ONO - Gerst, Alexander“. wireless2.fcc.gov. Sótt 25. júní 2021.
  6. Gerst, Alexander (2010). „The First Second of a Strombolian Volcanic Eruption“ (enska).
  7. „Extreme G-Kräfte aushalten I Alexander Gerst“. www.zdf.de (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  8. „Biographie von Alexander Gerst“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
  9. „ESA rekrutiert neue europäische Astronauten für die bemannte Raumfahrt und Exploration der nächsten Generation“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  10. „Europas neue Astronautenklasse meldet sich zur Ausbildung“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  11. „Presseeinladung: Neue ESA-Astronauten schließen Grundausbildung ab“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  12. „Deutscher ESA-Astronaut Alexander Gerst fliegt 2014 zur Raumstation!“. www.esa.int (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  13. „Announcing Blue Dot mission logo“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
  14. „Alexanders Aussenbordeinsatz verschoben – Alexander Gerst's Horizons Blog“ (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  15. „Spacewalk 7 October for Alexander and Reid – Alexander Gerst's Horizons Blog“ (bandarísk enska). Sótt 25. júní 2021.
  16. Online, FOCUS. „Gerst: Nur die Schwerkraft zieht mich etwas runter“. FOCUS Online (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  17. „New Horizons for Alexander Gerst“. www.esa.int (enska). Sótt 25. júní 2021.
  18. Rundfunk, Bayerischer (26. maí 2020). „Astronaut Alexander Gerst : Zwei Aufenthalte im All“. www.br.de (þýska). Sótt 25. júní 2021.
  19. Zinser, Jann-Luca (20. desember 2018). „Astronaut Gerst zurück von ISS: Plätzchen im All, Äpfel auf der Erde“. Die Tageszeitung: taz (þýska). ISSN 0931-9085. Sótt 26. júní 2021.
  20. mdr.de. „Alexander Gerst stellt neuen deutschen Weltraumrekord auf | MDR.DE“. www.mdr.de (þýska). Sótt 2. júlí 2021.
  21. „ZEIT ONLINE | "Könnte ich es mir aussuchen, würde ich zum Mond fliegen". www.zeit.de (þýska). Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2021. Sótt 2. júlí 2021.

Fyrirmynd greinarinnar var „Alexander Gerst“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2021.