Alexa Vega
Alexa Ellesse Vega (fædd 27. ágúst 1988) er bandarísk leikkona. Hún hóf kvikmyndaferil sinn á myndinni Little Giants aðeins sex ára gömul. Hún er þekktust fyrir leik sinn í Spy Kids-kvikmyndunum.
Ævisaga
[breyta | breyta frumkóða]Alexa Vega fæddist í Miami á Flórída. Faðir hennir er kólumbískur en móðir bandarísk. Hún á tvær systur; Makenzie Vega og Krizia Vega. Þær eru báðar leikkonur eins og Alexa. Hún á líka tvær hálfsystur sem heita Margaux Vega og Greylin James. Einnig á hún hálfbróður sem heitir Jet James. Alexa bjó með fjölskyldu sinni í Flórída þar til hún var fjögurra ára gömul þegar hún flutti til Kaliforníu. Hún er næstelst af systkynum sínum.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Alexa lék nokkur gestahlutverk í þáttum eins og Bráðavaktinni, Follow the Stars Home og The Bernie Mac Show. Hún hafði leikið smáhlutverk í myndum eins og Little Giants, Twister og Ghost of Missisippi. Árið 2001 fékk hún að leika persónu í þríleiknum Spy Kids. Þessar myndir voru geysivinsælar og sú síðasta var gerð í þrívídd. Hún söng tvö lög inná myndirnar (Island of Dreams og Game Over). Árið eftir lék hún í stelpumyndinni Sleepover þá 16 ára gömul. Sama ár var hún valin ein af flottustu leikkonum ársins af tímaritinu Vanity Fair.