Alexa Vega

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alexa Vega

Alexa Ellesse Vega (fædd 27. ágúst 1988) er bandarísk leikkona. Hún hóf kvikmyndaferil sinn á myndinni Little Giants aðeins sex ára gömul. Hún er þekktust fyrir leik sinn í Spy Kids-kvikmyndunum.

Ævisaga[breyta | breyta frumkóða]

Alexa Vega fæddist í Miami á Flórída. Faðir hennir er kólumbískur en móðir bandarísk. Hún á tvær systur; Makenzie Vega og Krizia Vega. Þær eru báðar leikkonur eins og Alexa. Hún á líka tvær hálfsystur sem heita Margaux Vega og Greylin James. Einnig á hún hálfbróður sem heitir Jet James. Alexa bjó með fjölskyldu sinni í Flórída þar til hún var fjögurra ára gömul þegar hún flutti til Kaliforníu. Hún er næstelst af systkynum sínum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Alexa lék nokkur gestahlutverk í þáttum eins og Bráðavaktinni, Follow the Stars Home og The Bernie Mac Show. Hún hafði leikið smáhlutverk í myndum eins og Little Giants, Twister og Ghost of Missisippi. Árið 2001 fékk hún að leika persónu í þríleiknum Spy Kids. Þessar myndir voru geysivinsælar og sú síðasta var gerð í þrívídd. Hún söng tvö lög inná myndirnar (Island of Dreams og Game Over). Árið eftir lék hún í stelpumyndinni Sleepover þá 16 ára gömul. Sama ár var hún valin ein af flottustu leikkonum ársins af tímaritinu Vanity Fair.

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.