Aleksandr Dúgín

Aleksander Geljevítsj Dúgín (rússneska: Александр Гельевич Дугин; fæddur 7. janúar 1962) er rússneskur stjórnspekingur og stjórnmálaskýrandi sem þekktur fyrir fasískar skoðanir sínar.[1][2][3][4][5][6][7][8][9][10]
Dúgín er fæddur inn í leyniþjónustufjölskyldu í Sovétríkjunum en var andstæðingur kommúnista á níunda áratugnum.[11] Eftir upplausn Sovétríkjanna stofnaði Dúgín stjórnmálaflokk ásamt Eduard Limonov út frá hugmyndafræði þjóðernisbolsévíka, en Dúgín gekk síðar úr honum og starfsemi flokksins var bönnuð.[12] Árið 1997 gaf hann út bókina Основы геополитики: геополитическое будущее России („Grundvöllur landfræðistjórnmála: Geópólitísk framtíð Rússlands“), þar sem hann lýsti heimsmynd sinni og kallaði eftir því að Rússland endurheimti fyrri áhrif sín með bandalögum og hernaði til að stemma stigu við áhrifum Vesturlanda í heiminum og þá sérstaklega Bandaríkjanna.[13][14][15][16] Dúgín hélt áfram að þróa hugmyndafræði sína um Evrasíuisma, stofnaði Evrasíuflokkinn árið 2002 og skrifaði fleiri bækur, þar á meðal Четвёртая политическая теория („Fjórða stjórnmálakenningin“, 2009).[17][11]
Umdeilt er hversu mikil áhrif Dúgín og kenningar hans hafa í rússneska stjórnkerfinu eða á Vladímír Pútín forseta.[17] Hann hefur engin opinber tengsl við stjórnvöld, en hefur verið nefndur „heili Pútíns“ eða „Raspútín Pútíns“ af fjölmiðlum og sagður hafa mikil áhrif á mótun rússneskrar utanríkisstefnu.[18][19][20][21][22][23] Aðrir halda því fram að raunveruleg áhrif Dúgíns séu verulega ýkt og að lítil tengsl séu á milli verka hans og rússneskrar utanríkisstefnu í framkvæmd.[24][25][26][27]
Dóttir Dúgíns, sjónvarpskonan Darja Dúgína, var myrt fyrir framan hann þegar bílsprengja sprakk í bíl hennar nærri Moskvu þann 20. ágúst 2022.[28] Talið er að Dúgín hafi verið skotmark árásarinnar. Rússneska leynilögreglan FSB sakaði úkraínsk stjórnvöld um að standa fyrir morðinu vegna stuðnings Dúgín-feðginanna við innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínumenn hafa neitað sök.[29]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Burton, Tara Isabella (12 maí 2022). „The far-right mystical writer who helped shape Putin's view of Russia – Alexander Dugin sees the Ukraine war as part of a wider, spiritual battle between traditional order and progressive chaos“. The Washington Post. Sótt 21 ágúst 2022.
- ↑ „The Most Dangerous Philosopher in the World“. Big Think (bandarísk enska). Sótt 13 apríl 2022.
- ↑ Shekhovtsov, Anton (2008). „The Palingenetic Thrust of Russian Neo-Eurasianism: Ideas of Rebirth in Aleksandr Dugin's Worldview“. Totalitarian Movements and Political Religions. 9: 491–506. doi:10.1080/14690760802436142. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2020. Sótt 24 febrúar 2015.
- ↑ Shekhovtsov, Anton (2009). „Aleksandr Dugin's Neo-Eurasianism: The New Right à la Russe“. Religion Compass: Political Religions. 3: 697–716. doi:10.1111/j.1749-8171.2009.00158.x. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 nóvember 2020. Sótt 24 febrúar 2015.
- ↑ Ingram, Alan (nóvember 2001). „Alexander Dugin: geopolitics and neo-fascism in post-Soviet Russia“. Political Geography. 20 (8): 1029–1051. doi:10.1016/S0962-6298(01)00043-9.
- ↑ Burton, Tara Isabella (12 maí 2022). „The far-right mystical writer who helped shape Putin's view of Russia“. The Washington Post. Washington D.C. Sótt 21 ágúst 2022.
- ↑ Rascoe, Ayesha (27. mars 2022). „Russian intellectual Aleksandr Dugin is also commonly known as 'Putin's brain'“. NPR News. Sótt 21 ágúst 2022.
- ↑ Dunlop, John B. (31 janúar 2004). „Aleksandr Dugin's Foundations of Geopolitics“. The Europe Center, Stanford University. Sótt 13 maí 2022.
- ↑ [1]
- ↑ [2]
- ↑ 11,0 11,1 Tolstoy, Andrey; McCaffray, Edmund (2015). „MIND GAMES: Alexander Dugin and Russia's War of Ideas“. World Affairs. 177 (6): 25–30. ISSN 0043-8200.
- ↑ „Russia: National Bolsheviks, The Party Of 'Direct Action'“. Radio Free Europe/Radio Liberty. 29 apríl 2005.
- ↑ „Alexander Dugin: who is Putin ally and apparent car bombing target?“. The Guardian. 21 ágúst 2022.
- ↑ Shekhovtsov, Anton (2018).
- ↑ „A Russian empire 'from Dublin to Vladivostok'? The roots of Putin's ultranationalism“. Los Angeles Times (bandarísk enska). 28. mars 2022. Sótt 29. mars 2022.
- ↑ „Russia Probes Car Bomb That Killed Daughter of Putin Ideologist“. Bloomberg News. 21 ágúst 2022.
- ↑ 17,0 17,1 „Alexander Dugin: who is Putin ally and apparent car bombing target?“. The Guardian. 21 ágúst 2022.
- ↑ „Factbox: Alexander Dugin advocates a vast new Russian empire“. Reuters. 21 ágúst 2022.
- ↑ „Russian intellectual Aleksandr Dugin is also commonly known as 'Putin's brain'“ (enska). NPR. Sótt 13 apríl 2022.
- ↑ Newman, Dina (10 júlí 2014). „Russian nationalist thinker Dugin sees war with Ukraine“. BBC News. London. Sótt 22. mars 2022.
- ↑ „To Understand Putin, You First Need to Get Inside Aleksandr Dugin's Head“. Haaretz (enska). Sótt 13 apríl 2022.
- ↑ Burbank, Jane (22. mars 2022). „The Grand Theory Driving Putin to War“. The New York Times. New York City. Sótt 23. mars 2022.
- ↑ „What we know about the father of Darya Dugina, who was killed in a suspected car bombing in Russia“. ABC News. 22 ágúst 2022.
- ↑ Laruelle, Marlène (2015). Eurasianism and the European Far Right : Reshaping the Europe-Russia Relationship. Lanham. bls. 59. ISBN 9781498510691.
- ↑ „Putin under fire from the ultranationalists after Daria Dugina's assassination“. Le Monde. 22 ágúst 2022.
- ↑ „Russia Probes Car Bomb That Killed Daughter of Putin Ideologist“. Bloomberg News. 21 ágúst 2022.
- ↑ July 8, George Barros on; 2019 (8 júlí 2019). „The West Overestimates Aleksandr Dugin's Influence in Russia“. Providence (bandarísk enska). Sótt 20 ágúst 2022.
- ↑ Árni Sæberg (20. ágúst 2022). „Dóttir „heila Pútíns" talin hafa látist í bílasprengju“. Vísir. Sótt 29. ágúst 2022.
- ↑ Ólöf Rún Erlendsdóttir (22. ágúst 2022). „FSB fullyrðir að Úkraínumenn hafi myrt Dariu Dugina“. RÚV. Sótt 29. ágúst 2022.