Alan Alda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alan Alda
Alan Alda í desember 2008
Alan Alda í desember 2008
Upplýsingar
FæddurAlphonso Joseph D´Abruzzo
28. janúar 1936 (1936-01-28) (88 ára)
Ár virkur1958 -
Helstu hlutverk
Kaptein Benjamin Franklin Pierce í MASH
Arnold Vinick í The West Wing

Alan Alda (fæddur Alphonso Joseph D´Abruzzo 28. janúar 1936) er bandarískur leikari, rithöfundur, leikstjóri og handritshöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í MASH og The West Wing.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Alda fæddist í New York-borg og er af ítölskum og írskum uppruna.[1]

Árið 1956, útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í ensku frá Fordham College við Fordham-háskóla í Bronx hverfinu í New York-borg. Á meðan hann var nemandi þá starfaði hann við útvarpsstöðina WFUV. Alda stundaði nám við Sorbonne háskólann á fyrstu háskólaárum sínum, ásamt því að leika í leikriti í Róm og leika á móti föður sínum í sjónvarpi í Amsterdam.

Eftir útskrift þá gerðist hann meðlimur varaliðs Bandaríkjahers og var sex mánuði sem stórskotaliðsmaður.[2]

Er gestaprófessor við Ríkisháskólann New York í Stony Brook fjölmiðlaskólann og er meðlimur ráðgjafaráðs "The Center for Communicating Science".[3]

Alda hefur verið giftur Arlene Weiss síðan 1957 og saman eiga þau þrjár dætur.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Rithöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2005 gaf Alda út ævisöguna Never Have Your Dog Stuffed: and Other Things I've Learned. Síðan árið 2007 gaf hann út aðra ævisögu Things I Overheard While Talking to Myself.

Alda talaði inn á hljóðbókina World War Z eftir Max Brook árið 2006, þar sem hann talaði fyrir Arthur Sinclair Jr.

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Alda byrjaði leiklistarferil sinn um miðjan sjötta áratuginn sem meðlimur Compass Players leikhússins. Fyrsta leikritið sem hann leikur á Broadway er Only in America[4]. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum og söngleikjum á borð við Fair Game for Lovers, The Apple Tree, QED, Glengarry Glen Ross og A Whisper in God´s Ear.

Leikstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta leikstjóraverk Alda var sjónvarpsmyndin 6 Rms Riv Vu árið 1974. Leikstýrði hann svo kvikmyndunum The Four Seasons og Betsy´s Wedding. Frá 1974-1983 þá leikstýrði Alda 31 þætti af læknaherþættinum MASH.

Handritshöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta handritshöfundaverk Alda var þátturinn We´ll Get By árið 1975. Skrifaði hann handritið að kvikmyndunum The Four Seasons, A New Life og Betsy´s Wedding. Frá 1973-1983 skrifaði Alda 19 þætti að læknahersþættinum MASH.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Alda var árið 1958 í The Phil Silvers Show. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við The Nurses, East Side/West Side, Coronet Blue og í sjónvarpsmyndunum Story Theatre, The Glass House og Isn´t It Shocking.

Árið 1972 var honum boðið hlutverk Kapteins Benjamin Franklin Pierce í læknaherþættinum MASH sem hann lék til ársins 1983. Að auki að leika í þættinum þá leikstýrði og skrifaði hann handritið að nokkrum þáttum. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, 30 Rock og The Big C.

Frá 2004-2006 lék hann öldungardeildarþingmanninn og forsetaefni Repúblikanaflokksins, Arnold Vinick í The West Wing. Alda hafði verið skoðaður sem hugsanlegur kandídat fyrir hlutverk forsetans á þeim tíma sem þátturinn var að hefja framleiðslu.[5]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Alda var árið 1963 í Gone Are the Days! . Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Jenny, Same Time Next Year, The Four Seasons, Manhattan Murder Mystery, Everyone Says I Love You, What Women Want, The Aviator og Flash of Genius.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1963 Gone Are the Days! Charlie Cothcipee
1968 Paper Lion George Plimton
1969 The Extraordinary Seaman Lt. (j.g.) Morton Krim
1970 Jenny Delano
1970 The Moonshine War John W. (Son) Martin
1971 The Mephisto Waltz Myles Clarkson
1972 To Kill a Clown Maj. Evelyn Ritchie
1978 Same Time, Next Year George Peters
1978 California Suite Bill Warren
1979 The Seduction of Joe Tynan Joe Tynan
1981 The Four Seasons Jack Burroughs
1986 Sweet Liberty Michaels Burgess
1988 A New Life Steve Giardino
1989 Crimes and Misdemeanors Lester
1990 Betsy´s Wedding Eddie Hopper
1992 Whispers in the Dark Leo Green
1993 Manhattan Murder Mystery Ted
1995 Canadian Bacon Forseti Bandaríkjanna
1996 Flirting with Disaster Richard Schlichting
1996 Everyone Says I Love You Bob
1997 Murder at 1600 Jordan
1997 Mad City Kevin Hollander
1998 The Object of My Affection Sidney Miller
2000 What Women Want Dan Wanamaker
2004 The Aviator Öldungarþingmaðurinn Owen Brewster
2007 Resurrecting the Champ Ralph Metz
2008 Diminshed Capacity Frændinn Rollie Zerbs
2008 Flash of Genius Gregory Lawson
2008 Nothing But the Truth Albert Burnside
2011 Tower Heist Arthur Shaw
2012 Wanderlust Carvin
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1958 The Phil Silvers Show Carlyle Thompson III Þáttur: Bilko the art Lover
1962 Naked City Ungt ljóðskáld Þáttur: Hold for Gloria Christmas
1963 The Nurses Dr. John Griffin 2 þættir
1963 Route 66 Dr. Glazer Þáttur: Soda Pop and Paper Flags
1963 East Side/West Side Freddie Wilcox Þáttur: The Sinner
1965 The Trials of O´Brien Nick Staphos Þáttur: Picture Me a Murder
1966 Where´s Everett Arnold Barker Sjónvarpsmynd
1967 Coronet Blue Clay Þáttur: Six Months to Mars
1968 Premiere Frank St. John Þáttur: Higher and Higher
1971 Story Theatre ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1972 Class of ´55 Peter Sjónvarpsmynd
1972 The Glass House Jonathon Paige Sjónvarpsmynd
1972 Playmates Marshall Barnett Sjónvarpsmynd
1973 Isn´t It Shocking Dan Sjónvarpsmynd
1974 6 Rms Riv Vu Paul Friedman Sjónvarpsmynd
1977 Kill Me If You Can Caryl W. Chessman Sjónvarpsmynd
1972-1983 MASH Kapteinn Benjamin Franklin Pierce 251 þáttur
1984 The Four Seasons Jack Burroughs Þáttur: Pilot Part 1
1993 And the Band Played On Dr. Robert Gallo Sjónvarpsmynd
1994 White Mile Dan Cutler Sjónvarpsmynd
1996 Jake´s Women Jake Sjónvarpsmynd
1999 ER Dr. Gabriel Lawrence Þáttur: Humpty Dumpty
2001 Club Land Willie Walters Sjónvarpsmynd
2001 The Killing Yard Ernie Goodman Sjónvarpsmynd
2004-2006 The West Wing Öldungardeildarþingmaðurinn Arnold Vinick 27 þættir
2009-2010 30 Rock Milton Greene 3 þættir
2011-2012 The Big C Dr. Atticus Sherman 4 þættir

Leikstjóri[breyta | breyta frumkóða]

  • 1990: Betsy´s Wedding
  • 1988: A New Life
  • 1986: Sweet Liberty
  • 1974-1983: MASH (31 þættir)
  • 1981: The Four Seasons
  • 1976: Hickey (sjónvarpsmynd)
  • 1974: 6 Rms Riv Vu (sjónvarpsmynd)

Handritshöfundur[breyta | breyta frumkóða]

  • 2002: MASH: 30th Anniversary Reunion (sjónvarpsmynd – óskráður)
  • 1990: Betsy´s Wedding
  • 1988: A New Life
  • 1986: Sweet Liberty
  • 1984: The Four Seasons (4 þættir)
  • 1973-1983: MASH (19 þættir)
  • 1981: The Four Seasons
  • 1979: The Seduction of Joe Tynan
  • 1979: Hickey (sjónvarpsmynd – höfundur)
  • 1975: We´ll Get By (2 þættir)

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Academy Awards verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.

American Movie verðlaunin

  • 1982: Verðlaun sem uppáhalds karlstjarnan.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Four Seasons.
  • 1980: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Seduction of Joe Tynan.

BAFTA verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.
  • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misdemeanors.

Bodil verðlaunin

  • 1982: Verðlaun fyrir bestu kvikmynd utan Evrópu fyrir The Four Seasons.

Directors Guild of America verðlaunin

  • 1983: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s a Will, There´s a War ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Life You Save, The ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comrades in Arms, Parts 1 and 2 ásamt Burt Metcalfe fyrir MASH.
  • 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund ásamt Ted Butcher, David Hawkes og Lisa Hallas-Gottlieb fyrir MASH.

Drama Desk verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.

Golden Apple verðlaunin

  • 1979: Verðlaun sem karlstjarna ársins.
  • 1974: Verðlaun sem karlstjarna ársins.

Golden Globe verðlaunin

  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir White Mile.
  • 1983: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir The Four Seasons.
  • 1982: Tilnefndur fyrir besta kvikmyndahandritið fyrir The Four Seasons.
  • 1981: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1980: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir Same Time, Next Year.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1976: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1975: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1973: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1969: Tilnefndur sem upprennandi karlleikari fyrir Paper Lion.

Hasty Pudding Theatricals verðlaunin

  • 1980: Verðlaun sem leikari ársins.

Humanitas verðlaunin

  • 1980: Verðlaun í 30 mín flokknum fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur í 30 mín flokknum fyrir þáttinn Dear Sigmund fyrir MASH.

National Board of Review verðlaunin

  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.

New York Film Critics Circle verðlaunin

  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.

People´s Choice verðlaunin

  • 1982: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1981: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
  • 1981: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1980: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
  • 1980: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1979: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1975: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi, ásamt Telly Savalas.

Primetime Emmy verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í gamanseríu fyrir 30 Rock.
  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða kvikmynd fyrir Club Land.
  • 2000: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir ER.
  • 1994: Tilnenfndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir And the Band Played On.
  • 1983: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Goodbye,Farewell and Amen í MASH.
  • 1983: Tilnenfndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s Will, There´s a War í MASH.
  • 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Follies of the Living – Concerns of the Dead í MASH.
  • 1981: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Life You Save í MASH.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1980: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dreams í MASH.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1979: Verðlaun fyrir besta sjónvarpshandrit í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Inga í MASH.
  • 1979: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Dear Sis í MASH.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comradees in Arms, Part 1 ásamt Burt Metcalfe í MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama/gamansérþætti fyrir Kill Me If You Can.
  • 1978: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Fallen Idol í MASH.
  • 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
  • 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
  • 1976: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Kids í MASH.
  • 1976: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1975: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Bulletin Board í MASH.
  • 1975: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1974: Verðlaun sem leikari ársins fyrir MASH.
  • 1974: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í drama fyrir 6 Rms Riv Vu.
  • 1973: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í gamanseríu fyrir MASH.

Razzie verðlaunin

  • 1993: Tilnefndur sem versti leikari í aukahlutverki fyrir Whispers in the Dark.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Aviator.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd/míniseríu fyrir Club Land.

Theatre World verðlaunin

  • 1964: Verðlaun sem besti leikari fyrir Fair Game for Lovers.

Tony verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Jake´s Women.
  • 1967: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir The Apple Tree.

TV Land verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir MASH ásamt Allan Arbus, William Christopher, Larry Gelbart, Mike Farrell, Jeff Maxwell, Burt Metcalfe, Gene Reynolds, David Ogden Stiers, Loretta Swit og Kellye Nakahara.
  • 2003: Verðlaun sem klassíski sjónvarpslæknir ársins fyrir þáttinn Dr. Hawkeye Pierce.

Television Critics Association verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur fyrir framúrskarandi einstaklings afrek í dramaseríu fyrir The West Wing.

Writers Guild of America verðlaunin

  • 2000: Valentine Davies verðlaunin.
  • 1982: Tilnefndur fyrir besta gaman-sjónvarpshandritið fyrir The Four Seasons.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Berk, Philip (11. desember 1998). „A question of roots“. The Jerusalem Post. Afrit af upprunalegu geymt þann nóvember 5, 2012. Sótt 10. desember 2007.
  2. „Military People : Alan Alda“. militaryhub.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2012. Sótt 16. nóvember 2012. „After graduation, Alda joined the U.S. Army Reserve and served a six-month tour of duty in Korea.“
  3. „Alan Alda Joins SOJ Faculty“. December 14, 2010. SUNY Stony Brook School of Journalism. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 október 2012. Sótt 4. mars 2012.
  4. Alan Alda á Internet Broadway Database síðunni
  5. Bob Sassone. „A look back at The West Wing: Entertainment Weekly in 60 seconds“ Geymt 29 október 2020 í Wayback Machine tvsquad.com. 7. maí 2006. Skoðað 19. maí 2006.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]