Alain Touraine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alain Touraine

Alain Touraine (f. 3. ágúst 1925; d. 9. juni 2023) var franskur félagsfræðingur. Hann er þekktur fyrir félagsfræði athafna eða "sociology of action". Touraine skiptir fræðaferli sínum í þrjú tímabil. Í fyrstu fjallaði hann um félagsfræði vinnunnar og skrifaði bók hans um síðiðnaðarsamfélagið (The Post-Industrial Society, 1971). Um og upp úr 1968 þróaði hann aðferð í félagsfræði sem byggir á þátttöku félagsfræðinga í þjóðfélagshræringum og dvaldi í Chile og Póllandi.

Touraine hefur skrifað mikil um möguleg áhrif hnattvæðingar. Hann hefur þróað hugtök til að reyna að skilja samfélagsbreytingar og þróun lýðræðis. Eitt meginhugtak hans er "sjálfsveran" (the subject) sem verður til þegar einstaklingurinn skilgreinir sjálfan sig í samfélagsbaráttunni. Kenningar Touraine njóta vinsælda í Suður-Ameríku og á meginlandi Evrópu en hann er minna þekktur í hinum enskumælandi heimi.


Helstu ritverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Touraine, A. (1971). The Post-Industrial Society. Tomorrow's Social History: Classes, Conflicts and Culture in the Programmed Society. New York: Random House.
  • Touraine, A. (1977). The self-production of society. Chicago: The University of Chicago Press.
  • Touraine, A. (1981). The voice and the eye: An analysis of social movements. Cambridge: Cambridge University Press.
  • “A Social Movement: Solidarity”. Telos 53 (Fall 1982). New York: Telos Press.
  • "Chapter 9: Society Turns Back Upon Itself." The Blackwell Reader in Contemporary Social Theory. Ed. Anthony Elliott. New York: John Wiley & Sons, Incorporated, 1999.
  • Touraine, A. (2000). Can we live together?: Equality and difference. Stanford, Calif.: Stanford University Press.
  • Touraine, A. (2006). Le monde des femmes. Paris: Fayard.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]