Fara í innihald

Pandabjörn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ailuropoda melanoleuca)
Risapanda
Bambusbjörn í National Zoo dýragarðinum í Washington, D.C. í Bandaríkjunum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Bjarndýr (Ursidae)
Ættkvísl: Ailuropoda
Tegund:
A. melanoleuca

Tvínefni
Ailuropoda melanoleuca
(David, 1869)
Útbreyðsla risapandna
Útbreyðsla risapandna
Undirtegundir

Pandabjörn, eða risapanda (fræðiheiti: Ailuropoda melanoleuca), til aðgreiningar frá rauðu pöndunni, er spendýr sem tilheyrir ætt bjarndýra (Ursidae) og á heimkynni sín í Miðvestur- og Suðvestur-Kína. Tegundin er auðþekkt á stórum svörtum skellum í kringum augun, yfir eyrum og um miðjan líkamann.

Þótt pandabjörninn tilheyri hópi rándýra nærist hann nær eingöngu á bambus. Pandabjörninn étur líka hunang, egg, fisk, appelsínur og banana ef slíkt er innan seilingar.

Pandabjörninn lifir í fjalllendi um miðbik Kína, það er í Sichuan, Shaanxi, og Gansu. Hann lifði eitt sinn á láglendinu en maðurinn hefur, með landbúnaði, eyðileggingu skóglendis og stækkandi byggð, þvingað hann upp í fjöllin. Pandabjörninn er í útrýmingarhættu af mannavöldum. Samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2007 var 239 risapöndum haldið föngnum í Kína auk 27 utan Kína.[1] Talið er að á bilinu 1.500-3.000 risapöndur lifi í náttúrunni.[2]

Feldur pandabjarnarins er gljáandi svart-hvítur. Fullorðnir birnir mælast um 1,2 til 1,9 m á lengd, þar af er skottið gjarnan um 10-15 cm, og 60 til 90 cm háir á herðakambinn. Karldýr geta vegið allt að 160 kg en kvendýrin (birnurnar) eru almennt 10-20 % minni en karldýrin og geta vegið allt niður í 70 kg, þótt þær geti einnig vegið allt að 125 kg. Meðalþyngd fullorðinna dýra er 100 til 115 kg.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.