Fara í innihald

Eyra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eyru)
Mannseyra

Eyra heyrir til skynfæra. Í daglegu máli vísar eyra til ytri hluta eyrans, útvöxturinn frá höfði, úteyra. En í fræðilegu tilliti er eyra meira, það er líka það sem við ekki sjáum, innra eyrað.

Mannseyrað er skipt í þrjá hluta:

  • Úteyrað geymir eyrnablöðkunna og hlustina. Eyrnablaðkan virkar sem trekt sem leiðir hljóðbylgjur í hlustina sem flytur hljóðbylgjurnar til hljóðhimnunnar. Í hlustinni eru kirtlar sem framleiða eyrnamerg til þess að vernda eyrað frá aðskotahlutum og sýkingum. Úteyrað endar við hljóðhimnuna sem titrar vegna hljóðbylgnanna sem skella á henni.[1]
  • Miðeyrað, geymir þrjú lítil heyrnarbein í miðeyranu, hamar, steðja og ístað, sem magna hljóðbylgjurnar. Miðeyrað er staðsett í lítilli beinholu í klettbeininu sem er nefnd hljóðhol. Frá miðeyra liggja göng, kokhlustin, niður og er hlutverk hennar að jafna þrýsting í innri hluta eyrans og losna við vökva sem hefur safnast þar fyrir.[1]
  • Inneyrað samanstendur af bogagöngunum, eyrnaöndinni og kuðungnum. Kuðungurinn er skrúflínulaga og undin líkt og kuðungaskel. Kuðungurinn er fylltur með vökva sem fer á hreyfingu við hljóðbylgjum. Í bogagöngum er mikilvægur hlutur jafnvægisskynsins.[1]

Hljóðbylgjur sem lenda á eyranu verða leiddar inn í hlustina af eyrnablöðkunni sem virkar eins og trekt. Hlustin leiðir hljóðbylgjunnar í átt að miðeyranu á hljóðhimnuna. Hljóðbylgjunnar hreyfa hljóðhimnuna sem ýtir á heyrnarbeinin hamar, steðji og ístað í miðeyranu að egglaga gluggann. Hreyfing heyrnarbeinanna gefa utanvessi andarstigans titring sem fer alla leið til vindingsgatsins. Þaðan fer utanvessinn í gegnum allan kuðunginn í átt að kringlótta glugganum þar sem aldan stöðvast. Við það hreyfir bylgjan hreyfir hár í göngum kuðungsins. Hljóð með mismunandi tíðni hreyfa hár öðruvísi á mismunandi stöðum. Því meiri lætin eru, því sterkari er hreyfingin á hárunum. Þess vegna getum við heyrt mismunandi tíðni og greint hávaða. Upplýsingar um hreyfingu háranna er send í gegnum jafnvægis- og heyrnartaugarnar til heilans.[1]

Jafnvægisskyn

[breyta | breyta frumkóða]

Jafnvægisskynið er nýtist við stefnumörkun og fyrir viðhald höfuðs- og líkamsstöðu í hvíld og hreyfingu. Eyrnaöndin og bogagöngin þrjú eru mikilvægir hlutir jafnvægisfæranna.

Bogagöngin eru vökvafyllt göng sem eru þrjú (í allar áttir) í hverju eyra. Þau eru fyllt með vökva sem fer á hreyfingu þegar við hreyfum okkur. Skynfrumur sem eru við himnu boganna bregðast við hreyfinga vökvans og senda upplýsingar í gegnum jafnvægis- og taugin til heilans.

Í posa og skjóðu eru aðsetur stöðuskyns. Posa og skjóða eru tvö holrúm undir bogagöngunum. Það eru skynfrumur og kristallar úr kalki í posa og skjóðu. Kristallarnir hreyfast þegar staða höfuðs breytist. Þegar það gerist vekja kristallarnir boð í skynfrumum sem þá senda taugaboð til heilans í gegnum jafnvægis- og heyrnartaugin. Eftir því les heilinn úr upplýsingum um hvort höfuðið hallar.[1]

Eyru margra dýra sitja hátt á höfðinu og nema þannig hljóð úr mikill fjarlægð. Þá er hægt að snúa þeim í átt að hljóðgjafa til að nema betur hvað er á seyði. Þessi hestur skynjar eitthvað fyrir framan sig og toppar því eyrun.
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Arne Schäffler; Sabine Schmidt (2002). Lehrbuch und Atlas des menschlichen Körpers. Komet. bls. 215-220. ISBN 3898362256.