Fara í innihald

Glæpur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Afbrotamaður)
Kanadíski útlaginn Donald Morrison skýtur lögreglufulltrúann Jack Warren til bana. Prentmynd frá 1892. Morrison var dæmdur í 18 ára þrælkunarvinnu fyrir manndráp.

Glæpur eða afbrot er refsivert brot á lögum þess lands, sem brotið er framið í. Fólk sem fremur alvarlega glæpi eða gerist ítrekað brotlegt er oft kallað afbrotamenn eða glæpamenn. Afbrot eða glæpur er ekki skilgreint í refsirétti með öðrum hætti en sem lögbrot sem refsing liggur við.[1] Algeng skilgreining er að glæpur eða afbrot er það sem er skilgreint sem slíkt í lögum. Önnur skilgreining er að glæpur sé lögbrot sem skaðar ekki aðeins einstakling heldur samfélagið í heild sinni, þjóðfélagið eða ríkið (opinber misgerð). Almennt er talið að verknaði (actus reus) þurfi að fylgja ásetningur (mens rea) til að hann teljist glæpsamlegur.[2]

Ákveðnar tegundir misgerða, til dæmis morð, nauðgun eða þjófnaður, eru almennt skilgreind sem glæpir um allan heim.[3] Í sumum löndum eru tegundir glæpa taldar upp í hegningarlögum.

Ríkið hefur heimild til að takmarka frelsi fólks sem fremur glæpi. Í nútímasamfélögum felst meðferð sakamála í glæparannsókn og getur lokið með réttarhöldum. Ef hinn brotlegi er dæmdur sekur getur hann hlotið dóm sem felur í sér refsingu á borð við samfélagsþjónustu, fangavist, eða dauðarefsingu í sumum löndum.

  1. Farmer, Lindsay: "Crime, definitions of", in Cane and Conoghan (editors), The New Oxford Companion to Law, Oxford University Press, 2008 (ISBN 978-0-19-929054-3), p. 263 (Google Books Geymt 4 júní 2016 í Wayback Machine).
  2. Elizabeth A. Martin (2003). Oxford Dictionary of Law (7. útgáfa). Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-860756-4.
  3. Easton, Mark (17. júní 2010). „What is crime?“. BBC News. Afrit af uppruna á 27. febrúar 2013. Sótt 10. júní 2013.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.