A Very Potter Musical

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
A Very Potter Musical
Einnig þekkt semAVPM
Búið til afMatt Lang
Nick Lang
Brian Holden
TónskáldDarren Criss
A. J. Holmes
Tímatal
FramhaldA Very Potter Sequel
A Very Potter Senior Year

A Very Potter Musical er söngleikur sem var skrifaður leiklistarnemum Michigan háskólans, sem kalla sig Starkids, árið 2009. Söngleikurinn er skopstæling á bókum J. K. Rowling um garldastrákinn Harry Potter en efnið er aðallega fengið úr þrem bókum bókaflokksins, þ.e. Harry Potter og Viskusteinninn, Harry Potter og eldbikarinn og Harry Potter og Dauðadjásnin. Söngleikurinn var frumsýndur í Michigan háskólanum þann 9. apríl 2009 en eftir að upptaka af honum birtist á YouTube jukust vinsældir söngleiksins gífurlega og áhorf fór langt fram úr væntingum, en margar milljónir manna hafa séð á söngleikinn á netinu.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

1. þáttur[breyta | breyta frumkóða]

Harry Potter, drengurinn sem lifði af, er loksins á leiðinni aftur í galdraskólann Hogwarts þar sem hann hittir vini sína Ron Weasley og Hermione Granger ("Gotta get back to Hogwarts"). Skólameistari Hogwarts, Albus Dumbledore, býður alla velkomna í skólann og kynnir fyrir þeim nýja keppni þetta árið, Heimavistarbikarinn, þar sem einn nemandi frá hverri heimavist (Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin) er valinn til þess að keppa fyrir hönd sinnar heimavistar í als kyns þrautum. Nöfn keppenda eru dregin uppúr galdrabikar af Prófessor Snape og er Harry valinn sem keppandi Gryffindor. Hinir keppendurnir eru Cho Chang fyrir Ravenclaw, Cedric Diggory fyrir Hufflepuff og Draco Malfoy fyrir Slytherin. Hermione bendir öllum á að það sé ekki sniðugt að halda keppnina þar sem nemendur hafa dáið í henni en vegna töfra galdrabikarsins neyðast keppendurnir til að taka þátt í keppninni. Á meðan þessu fer fram er Prófessor Quirrell að skipuleggja ráðabrugg til að reyna að lífga við meistara sinn hinn illa Voldemort sem hefur tekið sér bólfestu aftan á höfði hans. Þeir þræta um þetta óheppilega samlíf sem þeir eru báðir mjög ósáttir við ("Different as can be"). Harry sannfærir Hermione um að vinna alla heimavinnuna sem hann á eftir svo hann geti samið ástarlag til Cho. Hann vill athuga hvort lagið sé nógu gott og spilar það fyrir litlu systur Ron, Ginny ("Ginny's song"). Harry áttar sig þó ekki á því að Ginny er allveg ofboðslega skotinn í honum. Harry, Ron og Hermione nota huliðskykkjuna til að laumast burt og finna út hvað fyrsta þrautin felur í sér og skilja Ginny eina eftir í ástarsorg ("Harry"). Voldemort sannfærir Prófessor Quirrell um að fara út og fagna ráðabruggi þeirra í stað þess að fara yfir verkefni nemenda. Harry, Ron og Hermione finna út að drekar eru partur af fyrstu þrautinni og á sama tíma hlera þau samtal þar sem þau finna út að Draco er skotinn í Hermione. Prófessor Quirrell og Voldemort koma aftur til kastalans eftir viðburðaríka nótt og ræða saman um hvernig þetta samlíf þeirra hefur orðið til þess að þeir séu orðnir góðir vinir ("Different as can be (Reprice)"). Harry heldur áfram vanrækja skyldur sínar og undirbúning fyrir keppnina og er algjörlega óundirbúinn þegar fyrsta þrautin á sér stað þar sem hann þarf að kljást við Ungverskann Gaddhala. Harry deyr þó ekki ráða laus heldur notar aðdráttagaldur á gítarinn sinn og dáleiðir drekann með lagi þar til hann gefst upp ("The Dragon Song"). Hið árlega jólaball er á næsta leiti. Ginny reynir að bjóða Harry með sér á ballið en hann er staðráðinn í að bjóða Cho og óafvitandi neitar boði Ginny sem hleypur í burtu í tárum. Harry spilar lagið sem hann samdi fyrir Cho ("Ginny's Song Reprice (Cho's Song)") en hún neitar boði hans þar sem hún var þegar búin að ákveða að fara á ballið með Cedric. Quirrell losar Voldemort af áhyggjum sínum um ráðabrugg þeirra og þeir ræða um kosti og galla þess að verða aðskildir að nýju. Voldemort kemst að því að hann er orðinn mjög náinn Quirrell og vill halda áfram að vera vinur hans eftir að þeir verða aðskildir. Á jólaballinu er Hermione, sem hefur vanalega ekki verið talin sætasta stelpan í skólanum, allt í einu gjörbreytt í nýjum kjól og máluð. Þegar Ron og Draco sjá hana svona fína fatta þeir báðir að þeir eru bálskottnir í henni ("Granger Danger"). Harry fer að dansa við Ginny og skilur Ron og Draco eftir til að rífast yfir Hermione. Hermione verður hins vegar bálreið yfir þessu rifrildi og yfirgefur þá báða. Harry kissir Ginny en áttar sig síðan á því að þau geti ekki verið saman þar sem hann sé besti vinur Ron. Ginny tekur þessu mjög illa og hleypur burt grátandi. Harry er miður sín en ákveður að reyna við Cho í staðinn sem endar með rifrildi milli hans og Cedric. Harry reynir að finna eitthvað vopn gegn Cedric og grípur í ausu sem er þarna. Ausan er hins vegar göldrótt en Quirrell hafði komið henni fyrir í salnum fyrr um kvöldið. Ausan er nefnilega leiðarlykill og flytur Harry og Cedric í gamlann kirkjugarð. Qurrell birtist skyndilega og drepur Cedric með dápsbölvuninni. Qurrell ásamt Voldemort kemur sér fyrir í stórum potti. Snape birtist þá og hjálpar þeim að framkvæma athöfnina. Snape sker af sér höndina og notar blóð úr Harry fyrir upprisu Voldemorts. Voldemort hefur fengið eiginn líkama og er aðskilinn frá Qurrell. Hann fagnar þessu með drápurunum sínum ("To Dance again"). Dráparinn Bellatrix Lestrange birtist til að fanga endurkomu meistara síns og fyrrum elskanda. Hún leysir frá skjóðunni og segir öllum frá því hvernig planið var að nota Qurrell sem blóraböggul fyrir morðið á Harry. Qurrell er harmi lostinn eftir svik Voldemorts og er tekinn til fanga og fluttur til fangelsins Azkaban. Áður en Voldemort nær að drepa Harry nær hann að flýja afur til Hogwarts með hjálp leiðarlykilsins þar sem hann segir öllum skelfingulostinn að Voldemort sé snúinn aftur.

2. þáttur[breyta | breyta frumkóða]

Galdramálaráðuneytið trúir ekki frásögn Harrys að Voldemort sé snúinn aftur þrátt fyrir greinilegar vísbendingar eins og nýja vídeóbloggið hans Voldemort og gagnrýni hans á kvikmyndinni 17 again, sem skartar Zac Efron í aðalhlutverki. Á sama tíma er Harry hálf taugaveiklaður yfir ástandinu og útskúfar sig frá vinum sínum með sinni sjálfhverfu hegðun. Draco reynir að hæðast að Harry en er niðurlægður fyrir framan alla og sver það að ná fram hefndum. Ginny reynir að endurlífga upp á samband þeirra Harry en hann útskýrir fyrir henni að meðan Voldemort er við líði geti þau ekki verið saman. Ginny enn og aftur hleypur í burtu grátandi frá Harry. Dumbledore birtist þá dulbúinn og fær Harry með sér upp á skrifstofuna sína til að ræða aðeins um Voldemort. Snape er leynilegur drápari og fer að hitta Voldemort sem er niðurbrotinn eftir vinslit sín við Quirrell. Snape sækir Draco sem segir þeim frá leynilegum inngangi inn í Hogwarts í skiptum fyrir geimskip sem geti flutt hann til Mars svo hann geti farið í galdaskólann Pigfarts ("Pigfarts"). Voldemort gerir einnig órjúfanlegt heit við Draco um að hann skuli drepa Dumbledore. Harry, Ron og Hermione hitta Dumbledore á skrifstofu sinni. Dumbledore útskýrir fyrir þeim allt um helkrossa Voldemorts sem eru það eina sem heldur honum á lífi. Dumbledore er þegar búinn að eyða 5 af 6 helkrossum og nú er það hlutverk Harrys að eyða þeim síðasta. Hann gefur Harry galdraverkfæri til að finna síðasta helkrossinn sem er falinn einhversstaðar í kastalanum. En þá birtast drápararnir og taka Dumbledore til fanga. Draco er tilbúinn til að drepa Dumbledore en hættir við á síðustu stundu. Snape tekur þá til sinna mála og drepur Dumbledore. Harry verður fyrir svo miklu áfalli við þetta að hann sannfærist um að hann einn verði að kljást við Voldemort. Voldemort tekur yfir Galdramálaráðuneytið en saknar enn Qurrell. Voldemort, Qurrell og Harry syrgja allir þá sem þeir hafa misst ("Missing You"). Drápararnir segja Voldemort frá því að Hogwarts sé fallinn og hann býr sig undir að fara þangað. Ginny finnur Harry og reynir að sannfæra hann um að hann geti enn bjargað öllum en hann er enn í neitun og trúir ekki orði af því sem hún segir. Ginny, Ron og Hermione ná loks að sannfæra Harry um að hann sé ekki einn í baráttunni ("Not alone"). Með hjálp Draco sem hefur snúið á rétta braut fara Harry og Ron á skrifstofu Dumbledore til þess að eyða síðasta helkrossinum. Á meðan hafa Ginny og Hermione samband við Fönixregluna. Ron biður Hermione afsökunar á hegðun sinni á jólaballinu og þau sættast og kyssast. Harry, Ron og Draco finna út að síðasti helkrossinn er plakat af Zac Efron. Plakatið reynir með göldrum sínum að snúa Ron gegn Harry með því að taka form Hermione og Voldemort. Ron berst gegn þessu og nær að eyða helkrossinum. Hópur drápara með Bellatrix í broddi fylkingar hefur handsamað Hermione og Ginny og birtist inn á skrifstofunni. Snape opinberar þá að hann er tvöfaldur njósnari og reynir að bjarga nemendunum. Belletrix galdrar þá fram snák sem ræðst á Snape en þá birtist móðir Ron og Ginny, Molly Weasley, og drepur Bellatrix. Snape er við það gefa upp öndina og segir Harry frá því að hann sé sjöundi helkrossinn. Voldemort birtist í Hogwarts og skipar nemendunum að færa sér Harry. Harry áttar sig á því að hann verði að deyja til að geta bjargað hinum og fer sjálfur til að mæta Voldemort, sem drepur hann. Harry endar einhverstaðar milli lífs og dauða og hittir Dumbledore sem segir Harry að Voldemort hafi nú sjálfur eytt síðasta helkrossinum. Dumbledore sendir Harry aftur til baka áður en hann yfirgefur svæðið á baki ljónsins Rumbleroar, sem er skólastjóri Pigfarts. Ron og Hermione kalla saman alla þá sem eru enn á lífi til þess að ákveða einhvers konar plan gegn Voldemort ("Voldemort is Goin' Down"). Harry snýr aftur og Voldemort trúir ekki sínum eigin augum. Harry útskýrir að vegna þess að hann var viljugur til þess að deyja fyrir hina nemendurna þá hafi galdrar Voldemorts ekki virkað á hann. Voldemort reynir að drepa Harry aftur en Harry bregst fljótt við og drepur Voldemort. Allur skólinn fagnar dauða Voldemorts þar sem erfðaskrá Dumbledore er birt sem sínir fram á að Gryffindor hafi unnið heimavistarbikarinn og að Harry sé nýr skólameistari Hogwarts. Harry og Ginny byrja loks saman fyrir alvöru og kyssast. Í Azkaban kemst Quirrell að því að Voldemort hefur dáið og er miður sín. Skyndilega birtist andi Voldemorts sem lifir áfram vegna þeirra góðu minninga sem Quirrell á um Voldemort. Þeir sættast og sameinast á ný. Nemendurnir birtast aftur og fagna enn á ný þeim ævintýrum sem þau hafa lennt í ("Not alone/Goin' Back to Hogwarts (Reprice)").

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna
Darren Criss Harry Potter
Joey Richter Ron Weasley
Bonnie Gruesen Hermione Granger
Jaime Lyn Beatty Ginny Weasley
Lauren Lopez Draco Malfoy
Joe Walker Voldemort
Dylan Saunders Albus Dumbledore
Brian Rosenthal Quirinus Quirrell
Joe Moses Severus Snape
Britney Coleman Bellatrix Lestrange
Hufflepuff Nemandi
Tyler Brunsman Cedric Diggory
Cornelius Fudge
Devin Lytle Cho Chang
Richard Campbell Neville Longbottom
Julia Albain Vincent Crabbe
Sango Tajima Lavender Brown
Drápari
Jim Povolo Gregory Goyle
Drápari
Rumbleroar
Lily Marks Pansy Parkinson
Molly Weasley
Ravenclaw nemandi
Drápari

Lögin[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „A Very Potter Musical“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Janúar 2018.