Þriðja púnverska stríðið
Útlit
(Endurbeint frá 3. púnverska stríðið)
Púnversku stríðin |
---|
1. púnverska stríðið |
2. púnverska stríðið |
3. púnverska stríðið |
Þriðja púnverska stríðið (149 f.Kr. – 146 f.Kr.) var þriðja og síðasta stríðið milli Karþagó og Rómar um yfirráð yfir vestanverðu Miðjarðarhafi. Nafnið „púnversku stríðin“ er komið af nafni Karþagómanna á latínu sem Rómverjar nefndu þá Punici (eldra form Poenici).
Stríðið var umfangslítið og var að mestu leyti langt umsátur um Karþagó og lauk með því að borgin var lögð í rúst. Róm sölsaði undir sig öll landsvæði sem enn tilheyrðu Karþagó. Átökin má rekja til andstöðu við rómversk yfirráð á Spáni og í Grikklandi og mikils efnahagslegs uppgangs í Karþagó.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.