Drekkingarhylur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hylurinn um 1900.
Getur líka átt við Drekkingarhyl í Bessastaðaá.

Drekkingarhylur var aftökustaður í Öxará á Þingvöllum. Drekkingarhylur er rétt við brúna, þar sem Öxará fellur austur úr Almannagjá. Í Drekkingarhyl var konum drekkt fyrir dulsmál og blóðskömm, en heimildir eru til um 18 konur sem létu líf sitt þar.

Ekki var um fornan sið að ræða. Stóridómur sem var samþykkt á Íslandi árið 1564 kvað fyrst á um dauðarefsingu fyrir blóðskömm en elstu heimildir um aftöku í Drekkingarhyl er frá árinu 1618. Síðustu konunni mun hafa verið drekkt í hylnum árið 1739. Karlar voru einnig líflátnir (hálshöggnir) á þinginu fyrir sömu brotin.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.