Gamma
Útlit
(Endurbeint frá Γ)
- Gæti einnig átt við fjárfestingarfélagið Gamma.
Gamma (hástafur: Γ, lágstafur: γ) er þriðji bókstafurinn í gríska stafrófinu. Stafir sem hafa þróast frá stafnum eru hin rómversku C og G, og kýrillíska Ge (Г, г) og Ghe (Ґ, ґ). Í gríska númerakerfinu hefur hann gildið 3.
Framburður með öðrum grískum stöfum
[breyta | breyta frumkóða]- Tvöfalt gamma (γγ) er borið fram eins og ng
- Gamma ásamt xí (γξ) er borið fram eins og nx
- Gamma ásamt kí (γχ) er borið fram eins og nkh
- Gamma ásamt kappa (γκ) er borið fram eins og nk
Notkun stafsins
[breyta | breyta frumkóða]Gamma er gjarnan notað sem tákn fyrir:
Lágstafurinn γ
[breyta | breyta frumkóða]- Gammageisla í Kjarneðlisfræði
- Yfirborðsspennu
- Styrkleika sýklalyfja (1 γ = 1 µg/ml) í örverufræði
- Eðlisþyngd í vélaverkfræði
Hástafurinn Γ
[breyta | breyta frumkóða]- Gammafallið í stærðfræði er útvíkkun aðfeldis að tvinntölum