Gammageisli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mynd af flutningabíl með laumufarþega innanborðs tekin með gammageislum.

Gammageisli er rafsegulgeislun sem á uppruna sinn innan kjarna atóms í stað fyrir færslu rafeinda á milli brauta eins og venjulegt ljós og röntgengeislun á uppruna sinn í, eða þegar rafeind og jáeind rekast á og eyða hvor annarri.

Gammageislar eru orkuríkustu geislar rafsegulrófsins og eru því hættulegastir fyrir lifandi vefi en eru einnig þeir geislar sem eiga minnstu möguleika á að hafa áhrif á atómin sem byggja upp líkamsvefi lífvera. Vegna þess hversu litlar líkur eru á því að gammageisli víxlverki við atóm þarf mikið og þykkt efni til að verjast gammageislunar.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.