Þvottaefni
Þvottaefni er hreinsiefni sem notað er til að þvo þvott. Oftast fæst þvottaefni í duftformi en það er líka fáanlegt sem vökvi. Þvottaefni er yfirleitt sett inn í þvottavél ásamt mýkingarefni en má líka nota það til að þvo með höndunum.
Innihald
[breyta | breyta frumkóða]Í flestum nútímaþvottaefnum eru nokkur ólík efni. Helstu þrjú efnin eru vatnsmýkingarefni (allt að 50 % af magni), yfirborðsvirk efni (15 %) og bleikiefni (7 %).
Vatnsmýkingarefni
[breyta | breyta frumkóða]Þvottaefni inniheldur vatnsmýkingarefni sem fjarlægir kalsínjón í gegnum ýmsar aðferðir. Dæmi um vatsnmýkingarefni eru þvottasódi, sápa og geislasteinn, en eitt helsta þeirra er natríumþrífosfat.
Bleikiefni
[breyta | breyta frumkóða]Bleikiefni fjarlægir jurtaefni eins og blaðgrænu, jurtabláma (antósýanín), sútunarsýrur (tannín) og önnur efni. Oftast er það bleikiefni sem er að finna í þvottaefni oxunarefni, eins og natríumperbórat og natríumhýpóklórít. Stundum er bætt við efnum sem hjálpa með að virkja bleikiefnið.
Ensím
[breyta | breyta frumkóða]Mörg þvottaefni innihalda ensím, allt að 2 % af heildarmagninu í sumum vörum. Þessi ensím brjóta niður bletti sem samanstanda af prótín, fitum og kolvetni en fyrir hvern blett þarf ólíkt ensím, það er próteasa fyrir prótín, lípasa fyrir fitur og amýlasa fyrir kolvetni.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Laundry detergent“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. janúar 2012.