Fara í innihald

Mýkingarefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mýkingarefni er efni sem sett er í þvott til að gera hann mýkri og koma í veg fyrir stöðurafmagn. Oftast er mýkingarefni sett í seinustu skolun í þvottavél. Mýkingarefni getur verið á föstu formi eða fljótandi eða sem blöð sem sett eru í þurrkara.

Mýkingarefni eru talin gagnslítil eða óþörf af umhverfisfræðingum. Efnasambönd þeirra geta verið skaðleg (t.d. formalín, bensýlasetat og klóróform), mengað umhverfið og valdið ofnæmisviðbrögðum. Mýkingarefni ku vera gagnslaus þegar bómullarefni eru þvegin en geta gert gagn þegar um gerviefni er að ræða. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mýkingarefni gagnslítil og skaðsöm Rúv, skoðað 28. júlí, 2017.