Fara í innihald

Þrjú á palli - Tekið í blökkina

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrjú á palli - Tekið í blökkina
Bakhlið
SG - 099
FlytjandiÞrjú á palli
Gefin út1976
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason

Þrjú á palli - Tekið í blökkina er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni flytja Þrjú á palli sjómannakvæði eftir Jónas Árnason við írsk þjóðlög.

  1. Riggarobb - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  2. Þetta er nóg - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  3. Kútter Sigurfari - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  4. Víst er svo - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  5. Alli Jó - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  6. Í Kolluál - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  7. Bíldudals-Kata - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  8. Hríseyjar-Marta - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  9. Hoffmannshnefar - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  10. Það var hann Binni í Gröf - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  11. Metta mittisnetta - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason
  12. Þegar þeir jörðuðu JónGeir - Lag - texti: Írskt þjóðlag - Jónas Árnason


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Þetta er fimmta tólf laga platan. sem Þrjú á Palli gera við ljóð Jónasar Árnasonar. Eins og fyrr hefur Jónas aðallega valið írsk þjóðlög til að gera ljóð við. Einnig hafa Þrjú á Palli. þ. e. a. s. þau Troels Bendtsen. Edda Þórarinsdóttir og Halldór Kristinsson gert tvær plötur með íslenzkum þjóðlögum.

Jón Sigurðsson útsetti alla tónlist á plötunni, hann stjórnar undirleik hljómsveitar og leikur á bassa. Nokkrir aðrir hljómlistamenn koma við sögu í einstaka lögum. Grettir Björnsson á harmoniku, Stefán Stephensen á óbó. Jón Sigurbjörnsson á flautu, Sigurður Rúnar Jónsson á fiðlu og Helgi Guðmundsson á munnhörpu. Auk þess leikur strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands í nokkrum lögum.

Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason. Jón Sigurðsson og Troels Bendtsen. Mynd á framhlið umslags gerði Jónas Guðmundsson, stýrimaður, sem á síðari árum er kunnur fyrir ritstörf og listmálun.