Þrándarnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þrándarnes (Trondarnes, Trondenes), fornt höfðingjasetur og kirkjustaður á Hálogalandi, skammt frá Harstad í Norður-Noregi. Þrándarnes var auðugasti kirkjustaður í Norður-Noregi, og þar er nyrsta miðaldasteinkirkja Noregs, Þrándarneskirkja.

Þrándarnes kemur við sögu í Heimskringlu. Auðunn rauði Þorbergsson, sem var biskup á Hólum 1313–1322, var sóknarprestur á Þrándarnesi um eða fyrir 1280. Á Þrándarnesi er nú safn og sögusetur (Trondarnes distriktsmuseum, Trondenes historiske senter), og þar er verndarsvæði vegna merkra forn- og náttúruminja.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Gunnarsson (ritstj.): Um Auðunarstofu. (2004)