Fara í innihald

Þorvaldur Halldórsson - Gerir ekki neitt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerir ekki neitt
Bakhlið
SG - 047
FlytjandiÞorvaldur Halldórsson
Gefin út1972
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Gerir ekki neitt er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Jón Sigurðsson sá um útsetningar og hliómsveitarstjórn, en hljóðritun fór fram hjá Pétri Steingrímssyni. Ljósmynd á framhlið var tekin af Ljósmyndastofu Páls á Akureyri, og stendur Þorvaldur framan við hið kunna Nonnahús.

  1. Ljóshærða skvísa - Lag - texti: R. Miller — Ómar Ragnarsson
  2. Brenndar brýr - Lag - texti: Scott — Áslaug Ólafsdóttir
  3. Ef þú latan ætlar mig - Lag - texti: L. DeWitt — lðunn Steinsdóttir
  4. Ég rölti einn... - Lag - texti: K. Kristofferson — Friðrik G. Þórleifsson
  5. Mín kæra, þína skál - Lag - texti: Iberro/Omelas/Horrera — Áslaug Ólafsdóttir
  6. Allt er ég átti með þér - Lag - texti: Zanetis — Friðrik G. Þórleifsson
  7. Sértu flekklaus og hreinn - Lag - texti: J. South — Iðunn Steinsdóttir
  8. Stjarnan mín - Lag - texti: Leomer/Loeve — Iðunn Steinsdóttir
  9. (Það) gerir ekki neitt - Lag - texti: Kluger/Vangara — Þorvaldur Halldórsson Hljóðdæmi
  10. Með þér - Lag - texti: C. Otis/ B. Benton — Jónas Friðrik
  11. Einfalt og eðlilegt - Lag - texti: Baldur Geirmundsson — Ólafur Gaukur
  12. Augun blá - Lag - texti: Kaempfert — Iðunn Steinsdóttir

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Þorvaldur Halldórsson varð landskunnur með sinni fyrstu hljómplötu, þar sem hann söng lagið Á sjó. Nokkrum mánuðum síðar kom lagið Hún er svo sæt, sem einnig varð mjög vinsœlt. Þetta lag er eftir Þorvald. Á nœstu plötu Þorvaldar, sem var tólf laga plata, var hins vegar texti eftir hann. Síðan hefur Þorvaldur gert nokkur lög og texta, sem vinsœl hafa orðið og meðal annars hlaut hann verðlaun fyrir lag sitt varðandi skiptingu okkar yfir í hœgri umferð fyrir fáeinum árum.

Nú þekkir hvert mannsbarn Þorvald, því hann hefur sungið víða um land og oft komið fram í sjónvarpinu með hljómsveit Ingimars Eydal, sem hann söng og lék með um árabil. Nú hefur Þorvaldur hvílt sig á söng með hljómsveit, en hefur komið fram sem sjálfstœður skemmtikraftur síðustu mánuðina og hlotið mikið lof fyrir. Á hljómplötu þessari, sem er önnur tólf laga platan, sem Þorvaldur gerir fyrir SG-hljómplötur, má segja að finna megi hvert lagið öðru skemmtilegra, enda var lögð mikil vinna í að velja lög, sem hœfa hinni sérstœðu rödd Þorvaldar. Hér er lag eftir Kris Kristofferson, sem er eínn fremsti lagasmiður þeirra í Ameríku um þessar mundir. Þá er hér lag eftir Joe South, sem stendur Kris ekkert að baki og fyrsta lag plötunnar er eftir landa þeirra, Roger Miller, sem átti hvert lagið öðru betra á „vinsœldalistanum" fyrir fáum árum. Textahöfundar eru margir á þessari plötu og allir hafa áður gert texta á SG-hljómplötum. Þorvaldur sjálfur á einn texta, sem hann gerði við lag, sem hann heyrði á ferð sinni í Noregi á síðasta sumri. Höfum við nefnt plötuna eftir þessu fjöruga lagi. Eina íslenzka lagið er eftir Baldur Geirmundsson hljómsveitarstjóra (BG) á Ísafirði.