Þorraþröstur
Þorraþröstur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Turdus ruficollis Pallas, 1776 |
Þorraþröstur (Turdus ruficollis) er spörfugl af ætt þrasta. Hann er töluvert stærri en skógarþröstur og svipaður gráþresti að stærð. Þorraþröstur er allur jafngrár að ofan og á vængjum að undanskildum óljósum svörtum rákum á baki. Á bringu er vel afmarkaður svartur smekkur og eru karlfuglar með svartan smekk frá bringu upp að goggi og augum en kvenfuglar er misrákaðir á bringu en geta þó verið með frekar dökkt brjóstband. Dökk rák er milli auga og nefs. Síður og kviður eru ljósgrá, fætur fölbleikir og goggur að mestu svartur. Þorraþröstur og góuþröstur voru áður taldir til sömu tegundar en eru nú taldar aðskildar tegundir. Þær eru eins í útliti nema góuþröstur er með rautt í staðinn fyrir svarta litinn á þorraþresti. Heimkynni þorraþrasta eru í barrskógum Síberíu. Á veturna halda þeir sig við Persaflóa, í Írak, Íran og Afghanistan, austur um sunnanverð Himalajafjöll til Búrma. Þorraþröstur sást fyrst á Íslandi 13. nóvember 2005 í Leiru á Reykjanesskaga.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Yann Kolbeinsson og Björn Arnarsson 2008. Þorraþröstur sést á Íslandi. - Bliki 29:59-60