Þjórsárskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þjórsárskóli er íslenskur grunnskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem varð til við samruna Brautarholts- og Gnúpverjaskóla. Skólaárið 1999-2000 byrjaði samstarf skólanna og haustið 2004 fékk skólinn sitt núverandi nafn, og kemur það til vegna nærveru sveitanna til Þjórsár. Skólastjóri skólans er Rut Guðmundsdóttir og eru rúmlega 60 nemendur við hann.

Haustið 2004 hlaut skólinn Grænfánann frá Landvernd.

Deilur[breyta | breyta frumkóða]

Miklar deilur hafa verið í sveitarfélaginu varðandi staðsetningu skólans en nú er kennt á tveimur stöðum; yngri börnum í Brautarholti og þeim eldri í Gnúpverjahreppi. Matsmenn frá höfðu skoðað bæði skólahúsnæðin og gáfu út skýrslu þar sem meðal annars kom fram a að auðveldarar væri að koma húsnæði Gnúpverjaskóla í slíkt horf að allir krakkar sveitarinnar gætu komist fyrir þar. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 var því lofað að skólinn yrði á einum stað en slík loforð ýttu undir mikla óánægju hjá íbúum sveitarinnar og klofnuðu bæði skólanefnd og hreppsnefnd varðandi þetta mál. Því var ákveðið, eftir kosningarnar, að slá flutningunum á frest.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]