Fara í innihald

Þeyr (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þeyr
UppruniReykjavík
Ár1980-1983
Stefnurnýbylgjutónlist, síð-pönk, pönk, þungarokk, popp
ÚtgáfufyrirtækiSG-Hljómplötur, Eskvímó, Gramm, Mjöt, Shout, Fálkinn
MeðlimirMagnús Guðmundsson (söngvari)

Guðlaugur Kristinn Óttarsson
Þorsteinn Magnússon
Hilmar Örn Agnarsson
Sigtryggur Baldursson
Elín Reynisdóttir

Jóhannes Helgason

Þeyr (oft nefndir Þeysarar) var íslensk hljómsveit sem kom fyrst saman árið 1980. Sveitin spilaði framsækið rokk og pönk og er talin hafa sett strik í íslenska tónlistarsögu. Þeyr gaf út fjórar breiðskífur og fjórar smáskífur en mestann ferilinn samanstóð hún af Magnúsi Guðmundssyni (söngur), Guðlaugi Kristni Óttarssyni (gítar), Þorsteini Magnússyni, Hilmari Erni Agnarssyni (bassi) og Sigtryggi Baldurssyni (trommur), þó fleiri hafi komið fram með sveitinni. Eftir að platan The Fourth Reich kom út dvínuðu vinsældir sveitarinnar sem lagði í kjölfarið upp laupanna vorið 1983.

Sveitin virtist hafða mikinn áhuga á fornspeki, norrænni goðafræði, dulspeki og öðru því tengdu. Vakti hún oft á tíðum mikið umtal og jafnvel deilur fyrir verk sín og framsetningu, þá sérstaklega fyrir notkun þeirra á hakakrossum, tengsl við nasisma og fasisma. Sjálf hélt sveitin því fram að notkun þeirra á hinum ýmsu merkjum og táknum væri túlkun þeirra á and-fasisma.