Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru átta markmið sem 189 aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna samþykktu að reyna að ná fyrir árið 2015. Markmiðin voru skilgreind í Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og samþykkt á Þúsaldarráðstefnunni árið 2000.

Þann 25. september 2015 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ný markmið: Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem eiga að nást fyrir árið 2030.

Markmiðin[breyta | breyta frumkóða]

  1. Útrýma sárustu fátækt og hungri.
  2. Tryggja öllum grunnmenntun.
  3. Vinna að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna.
  4. Draga úr barnadauða.
  5. Bæta heilsu mæðra.
  6. Berjast gegn alnæmi/eyðni, malaríu og öðrum sjúkdómum.
  7. Tryggja sjálfbæra þróun.
  8. Þróa hnattræna þróunarsamvinnu.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]