Þórhallur Þórhallsson
Þórhallur Þórhallsson (fæddur 24. mars 1983) er íslenskur grínisti. Hann var með útvarpsþátt á X-FM áður en sú stöð lagði upp laupana sem hét Örninn og Eggið. Hann var einnig með grínþátt á Rás 2 sem hét Tímaflakk. Hann hefur komið margoft fram með uppistand sem hefur annars verið sýnt á Skjá einum, til dæmis Alvöru Uppistand og Uppistand 2006. Hann er sonur hins landsfræga skemmtikrafts Ladda. Uppistand með honum er til á DVD diskinum „Uppistand 2006“.
Þórhallur vann keppnina „Fyndnasti maður Íslands 2007“. Þórhallur hitaði upp fyrir hinn heimsfræga grínista Pablo Francisco í Háskólabíó þann 28. október 2007. Hann var með í sýningu föður síns „Laddi 6-tugur“ sem var sýnd við miklar vinsældir. Árið 2009 lék hann löggu í gamanmyndinni "Jóhannes" en faðir hans lék einmitt aðalhlutverkið í þeirri mynd.
Árið 2008 setti hann upp sýninguna „Fyndinn í fyrra“ sem var haldin á NASA. Sama ár byrjaði hann með sjónvarpsþáttinn Vitleysan sem var sýndur á sjónvarpsstöðinn ÍNN. Hann stóð einnig að baki ásamt fleirum vefsíðunni www.vitleysa.is.
Þann 12. maí árið 2011 hitaði Þórhallur upp fyrir Jon Lajoie sem er vel þekktur grínisti sem hefur samið fjölmörg lög sem hafa fengið mörg milljón áhorf á YouTube.
Árið 2012 varð hann einn af stjórnendum Morgunþáttarins Magasín á FM957.
Árið 2020 kom út gamanmyndin Mentor þar sem Þórhallur lék annað aðalhlutverkið. Hann lék uppistandarann Húgó.