Þórarinn Nefjólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndskreyting við Ólafs sögu helga eftir Christian Krohg frá 1899. Teikningin sýnir konung horfa á ljóta fæta Þórarins Nefjólfssonar

Þórarinn Nefjólfsson var íslenskur farmaður sem var um tíma við hirð Ólafs Haraldssonar Noregskonungs og sinnti erindum konungs á Íslandi. Þórarinn flutti Hrærek Dagsson til Íslands. Árið 1025 sendi Ólafur digri Þórarinn Nefjólfsson til Íslands til að æskja þess að Íslendingar gerðust þegnar hans og fengju honum Grímsey.

Sérkennilegu útliti Þórarins er lýst með orðaskiptum hans og Ólafs konungs. Sigurður Samúelsson læknir hefur varpað fram þeirri tilgátu að Þórarinn gæti hafa þjáðst af æsavexti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]