Æsavöxtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Æsavöxtur þar sem enni, nef og haka vaxa óeðlilega.
Vangamynd af franska glímukappanum Maurice Tillet. Hann þjáðist af æsavexti.

Æsavöxtur (acromegaly) er sjúkdómur sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Offramleiðsla vaxtarhormóns á barnsaldri veldur því að barn vex of hratt og getur valdið risavexti. Ef slík offramleiðsla byrjar á fullorðinsárum verða hægfara breytingar þar sem hendur, fætur, nef, augabrúnir, eyra og haka vaxa, húðin dökknar og rödd verður rám. Sjúkdómurinn veldur truflun á starfsemi margra líffæra.

46 manns greindust með æsavöxt á Íslandi frá 1955-2011. Algengustu einkenni sjúkdómsins voru stækkun á höndum eða fótum og breytingar á andlitsfalli.

Oftast stafar offramleiðsla vaxtarhormóns af æxli í heiladingli. Meðferð á sjúkdómnum er skurðaðgerð, geislun á heiladingli eða lyfjameðferð.

Tilgátur eru uppi um að Þórarinn Nefjólfsson sögupersóna í Íslendingasögunum hafi þjáðst af æsavexti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Magnús Jóhannsson, Vaxtarhormón, Morgunblaðið, Morgunblaðið B - Sunnudagur (22.10.2000), Blaðsíða B 25
  • „Hvernig virkar vaxtarhormón?“. Vísindavefurinn.
  • Æsivöxtur á Íslandi (veggspjald), Vísindi á vordögum 2012 – Læknablaðið : fylgirit, 70. fylgirit (01.04.2012)